Njarðvík úr fallsæti og Afturelding heldur áfram að tapa stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 20:31 Njarðvíkingar hafa unnið sigur í fjórum leikjum í röð. Njarðvík er komið úr fallsæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Selfossi í kvöld. Topplið Aftureldingar gerði jafntefli við Vestra og hefur ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum. Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira