„Skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 14:01 Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, fyrir bikarúrslitaleikinn þegar Blikar voru á toppnum í Bestu deildinni og flestir héldu að þær væru að verða bikarmeistarar. Tveimur leikjum síðar er allt breytt og þá öskra veikleikar liðsins á þá sem á horfa. Vísir/Hulda Margrét Bestu mörkin gagnrýna gluggann hjá kvennaliði Breiðabliks sem hefur ekki styrkt sig neitt að ráði fyrir lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að vera að missa leikmenn í meiðsli og út í skóla til Bandaríkjanna. Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira