Walcott greindi frá ákvörðun sinni í hlaðvarpinu The Overlap sem Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, stjórnar.
Þessi fyrrum leikmaður Arsenal skaust hratt upp á stjörnuhimininn og þrátt fyrir að vera aðeins 34 ára gamall er atvinnumannaferillinn orðin 18 ára langur. Hann varð yngsti leikmaður Southamptin frá upphafi þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Wolves í ensku B-deildinni árið 2005, þá aðeins 16 ára og 143 daga gamall.
Thank you ❤️ pic.twitter.com/A4qRFMUKr9
— Theo Walcott (@theowalcott) August 18, 2023
Walcott er þó líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann lék í tólf ár frá 2006 til 2018. Fyrir félagið lék hann 397 leiki í öllum keppnum þar sem hann skoraði 108 mörk og gaf 80 stoðsendingar.
Þá lék Walcott 47 leiki fyrir enska landsliðið, þann fyrsta í maí 2006 gegn Ungverjum þegar hann varð yngsti leikmaður liðsins frá upphafi aðeins 17 ára og 75 daga gamall.