Hótar því að hætta að halda með Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:24 Sjónvarpskonan Rachel Riley er stuðningsmaður Manchester United en hótar því nú að hætta að halda með félaginu. gETTY/Chris Brunskill Enska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley ætlar að hætta að styðja Manchester United ef félagið leyfir Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira