Staða Lukaku hjá Chelsea sé bæði félaginu og leikmanninum að kenna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2023 11:00 Romelu Lukaku hefur ekki spilað fyrir Chelsea síðan í maí 2022. Robin Jones/Getty Images Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að það sé ekki hægt að kenna félaginu alfarið um hvernig komið sé fyrir belgíska framherjanum Romelu Lukaku. Tvær hliðar séu á málinu. Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira