Staða Lukaku hjá Chelsea sé bæði félaginu og leikmanninum að kenna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2023 11:00 Romelu Lukaku hefur ekki spilað fyrir Chelsea síðan í maí 2022. Robin Jones/Getty Images Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að það sé ekki hægt að kenna félaginu alfarið um hvernig komið sé fyrir belgíska framherjanum Romelu Lukaku. Tvær hliðar séu á málinu. Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira