Þrisvar reitt til höggs Gylfi Þór Gíslason skrifar 21. ágúst 2023 07:19 Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Ísafjarðarbær Byggðamál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun