Á alls ekki von á að fleiri muni hætta viðskiptum við bankann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 18:50 Jón Guðni Ómarsson var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segist ekki eiga von á að fleiri færi sig um set eftir að þrenn félagasamtök hafa tekið ákvörðun um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka. Bankinn vinni nú að því að öðlast traust viðskiptavina á ný. Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í sumar, Neytendasamtökin, ASÍ og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sagði samtökin hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbankans vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni. Viðskipti samtakanna þriggja við bankann námu milljarði króna. „Það er alltaf sárt að sjá á eftir viðskiptavinum og við munum gera okkar besta til að endurvinna þeirra traust og ná þeim aftur í viðskipti ef nokkur kostur er,“ sagði Jón Guðni Traustason í Reykjavík síðdegis, aðspurður hver viðbrögð bankans við fréttunum væru. „Varðandi hvað hefur verið gert nú þegar, þá eru allir þeir stjórnendur sem stýrðu þessu verki á sínum tíma ekki lengur í sínum störfum. Meirihluti stjórnar hefur vikið og það er nýr stjórnarformaður, þannig að það hafa þegar orðið verulegar breytingar,“ sagði Jón Guðni. Ekki mikill fjöldi hætt viðskiptum við bankann Aðspurður sagði hann það „klárlega“ vera stórt verkefni að vinna aftur upp traust viðskiptavina eftir það sem gengið hefur á. Aðgerðaráætlun í tengslum við sáttina við seðlabankann, þar sem leitast er eftir að styrkja áhættumenningu og eftirlitseiningar bankans sé þar efst á lista, auk vistaskipta í stjórn bankans. Jón Guðni sagðist ekki hafa orðið var við að einstaklingar hafi fært sig um set eftir að ASÍ, VR og Neytendasamtökin hættu viðskiptum við bankann. „Það hefur verið mjög lítið um það og við höfum ekki fundið mikið fyrir því.“ „Það væri betra næst að gera þetta þannig að almenningur hafi kost á að taka þátt og þetta sé opnara og gegnsærra ferli,“ sagði Jón Guðni, aðspurður hvernig hann haldi að salan á „restinni“ komi til með að fara fram. Jón Guðni sagðist ekki hafa tölu yfir hversu margir hafi hætt viðskiptum við bankann vegna málsins en það sé ekki mikill fjöldi. Þá sagðist hann ekki treysta sér til þess að skjóta á tölu yfir þann fjölda. Óttist þið að fleiri muni feta þessa braut sem þessi stóru félagasamtök hafa gert? „Ég á alls ekki von á því, og það er náttúrlega okkar verkefni núna að tryggja að svo verði ekki.“ Áfall í lok júní Jón Guðni sagði ákvörðun samtakanna þriggja um að hætta viðskiptum hafa einhver áhrif á bankann, en ekki veruleg. Sömuleiðis hafi stjórnendur bankans fundið lítið fyrir þeim kostnaði sem fylgdi sáttinni, sem nam rúman milljarð. Hann segir að þeim kostnaði verði að „mjög litlu leyti“ velt yfir á viðskiptavini bankans. Hann sagði mikið áfall hafa orðið meðal starfsmanna í lok júní þegar Íslandsbanki þáði boð seðlabankans um að greiða rúman milljarð króna í sekt vegna alvarlegra brota við útboð á hlutum bankans. „Margir sárir og reiðir há starfsmönnum. Og það er eitthvað sem við þurfum að vinna okkur í gegn um saman,“ sagði Jón Guðni. „Og nú þurfum við að snúa saman bökum og vinna okkur í gegnum þetta.“ Hversu margir sem komu að sölunni á bankanum og stóðu ólöglega að eru enn við störf hjá bankanum? „Í heildina eru sjö hundruð starfsmenn hjá bankanum, ætli það hafi ekki komið á milli tuttugu og þrjátíu manns að einhverju leyti að þessu verki.“ Og hversu margir þeirra eru enn við störf? Megnið af þeim eru við störf, en þeir stjórnendur sem báru ábyrgðina eru það ekki. Og þegar ég tók við þá var þetta eitt af því fyrsta sem ég þurfti að skoða. Og ég leit þannig á að þegar það er einstaka starfsmaður sem gerir mistök, þá eru mistökin hans, en þegar það eru fleiri starfsmenn sem gera sömu mistökin þá eru það stjórnendur sem bera ábyrgðina og þeir hafa axlað hana.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Neytendur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í sumar, Neytendasamtökin, ASÍ og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sagði samtökin hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbankans vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni. Viðskipti samtakanna þriggja við bankann námu milljarði króna. „Það er alltaf sárt að sjá á eftir viðskiptavinum og við munum gera okkar besta til að endurvinna þeirra traust og ná þeim aftur í viðskipti ef nokkur kostur er,“ sagði Jón Guðni Traustason í Reykjavík síðdegis, aðspurður hver viðbrögð bankans við fréttunum væru. „Varðandi hvað hefur verið gert nú þegar, þá eru allir þeir stjórnendur sem stýrðu þessu verki á sínum tíma ekki lengur í sínum störfum. Meirihluti stjórnar hefur vikið og það er nýr stjórnarformaður, þannig að það hafa þegar orðið verulegar breytingar,“ sagði Jón Guðni. Ekki mikill fjöldi hætt viðskiptum við bankann Aðspurður sagði hann það „klárlega“ vera stórt verkefni að vinna aftur upp traust viðskiptavina eftir það sem gengið hefur á. Aðgerðaráætlun í tengslum við sáttina við seðlabankann, þar sem leitast er eftir að styrkja áhættumenningu og eftirlitseiningar bankans sé þar efst á lista, auk vistaskipta í stjórn bankans. Jón Guðni sagðist ekki hafa orðið var við að einstaklingar hafi fært sig um set eftir að ASÍ, VR og Neytendasamtökin hættu viðskiptum við bankann. „Það hefur verið mjög lítið um það og við höfum ekki fundið mikið fyrir því.“ „Það væri betra næst að gera þetta þannig að almenningur hafi kost á að taka þátt og þetta sé opnara og gegnsærra ferli,“ sagði Jón Guðni, aðspurður hvernig hann haldi að salan á „restinni“ komi til með að fara fram. Jón Guðni sagðist ekki hafa tölu yfir hversu margir hafi hætt viðskiptum við bankann vegna málsins en það sé ekki mikill fjöldi. Þá sagðist hann ekki treysta sér til þess að skjóta á tölu yfir þann fjölda. Óttist þið að fleiri muni feta þessa braut sem þessi stóru félagasamtök hafa gert? „Ég á alls ekki von á því, og það er náttúrlega okkar verkefni núna að tryggja að svo verði ekki.“ Áfall í lok júní Jón Guðni sagði ákvörðun samtakanna þriggja um að hætta viðskiptum hafa einhver áhrif á bankann, en ekki veruleg. Sömuleiðis hafi stjórnendur bankans fundið lítið fyrir þeim kostnaði sem fylgdi sáttinni, sem nam rúman milljarð. Hann segir að þeim kostnaði verði að „mjög litlu leyti“ velt yfir á viðskiptavini bankans. Hann sagði mikið áfall hafa orðið meðal starfsmanna í lok júní þegar Íslandsbanki þáði boð seðlabankans um að greiða rúman milljarð króna í sekt vegna alvarlegra brota við útboð á hlutum bankans. „Margir sárir og reiðir há starfsmönnum. Og það er eitthvað sem við þurfum að vinna okkur í gegn um saman,“ sagði Jón Guðni. „Og nú þurfum við að snúa saman bökum og vinna okkur í gegnum þetta.“ Hversu margir sem komu að sölunni á bankanum og stóðu ólöglega að eru enn við störf hjá bankanum? „Í heildina eru sjö hundruð starfsmenn hjá bankanum, ætli það hafi ekki komið á milli tuttugu og þrjátíu manns að einhverju leyti að þessu verki.“ Og hversu margir þeirra eru enn við störf? Megnið af þeim eru við störf, en þeir stjórnendur sem báru ábyrgðina eru það ekki. Og þegar ég tók við þá var þetta eitt af því fyrsta sem ég þurfti að skoða. Og ég leit þannig á að þegar það er einstaka starfsmaður sem gerir mistök, þá eru mistökin hans, en þegar það eru fleiri starfsmenn sem gera sömu mistökin þá eru það stjórnendur sem bera ábyrgðina og þeir hafa axlað hana.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Neytendur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira