Segir enga formlega beiðni hafa komið frá Breiðabliki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2023 17:46 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir enga formlega beiðni hafa komið frá Íslandsmeisturum Breiðabliks um að færa leik liðanna og spila hann í komandi landsleikjahléi. Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira