Heyrðu samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum: „Þetta er rautt!“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:11 Mynd úr umræddum leik Fram og ÍBV í 5.umferð Bestu deildar karla fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í gærkvöldi, var dregin fram ansi athyglisverð upptaka af samskiptum dómara í leik Fram og ÍBV í 5.umferð deildarinnar. Dómarar leiksins veittu þættinum góðfúslegt leyfi til þess að sýna áhorfendum frá þeirra störfum og því sem fór þeirra á milli á ansi áhugaverðum tímapunkti í leiknum þegar að sauð upp úr. Leikar stóðu 2-1 í leiknum fyrir Fram þegar rúmar tíu mínútur eftir lifðu leiks og Halldór Jón Sigurður Þórðarson, leikmaður ÍBV fór harkalega í bakið á Tiago, leikmanni Fram. Þá varð allt snælduvitlaust, bæði innan vallar sem og á hliðarlínunni, og var ansi áhugavert að sjá hvernig Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins og aðstoðarmenn hans leystu úr málunum. Klippa: Áður óheyrð samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum „Það var áhugavert að sjá þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar eftir að myndskeiðið hafði verið spilað. „Ég þekki ótrúlega marga sem telja sig vera stórbrotna dómara heima í stofu og hvar sem þeir eru á vellinum. Þarna sjáum við að það þarf ekki bara að fylgjast með 22 einstaklingum inn á vellinum, sem oft hegða sér eins og krakkar. Heldur eru einnig tuttugu einstaklingar þarna fyrir utan, á hliðarlínunni, með alls konar rugl. Það þarf svo sannarlega fjögur sett af augum, að minnsta kosti, til þess að fylgjast með þessu öllu.“ Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar, tók undir það og þótti mikið til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, koma. „Hvernig hann var að reyna róa leikmenn, tala við þá í öðru hvoru orði og hin orðin notar hann í að tala við kollega sína og þeir tala sig niður á ákvörðun, hvernig þeir ætli að leysa þetta. Það var mjög áhugavert að sjá þetta.“ Svona innslög eru ávallt áhugaverð enda ekki á hverjum degi sem áhugafólki um íþróttina gefst tækifæri til þess að skyggnast inn í störf dómaranna. Bragi Bergmann knattspyrnudómari var með hljóðnema á sér í leik ÍA og Vals þann 25. júlí árið 1992 á Akranesvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið heitt í kolunum í þeim leik líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Dómarar leiksins veittu þættinum góðfúslegt leyfi til þess að sýna áhorfendum frá þeirra störfum og því sem fór þeirra á milli á ansi áhugaverðum tímapunkti í leiknum þegar að sauð upp úr. Leikar stóðu 2-1 í leiknum fyrir Fram þegar rúmar tíu mínútur eftir lifðu leiks og Halldór Jón Sigurður Þórðarson, leikmaður ÍBV fór harkalega í bakið á Tiago, leikmanni Fram. Þá varð allt snælduvitlaust, bæði innan vallar sem og á hliðarlínunni, og var ansi áhugavert að sjá hvernig Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins og aðstoðarmenn hans leystu úr málunum. Klippa: Áður óheyrð samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum „Það var áhugavert að sjá þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar eftir að myndskeiðið hafði verið spilað. „Ég þekki ótrúlega marga sem telja sig vera stórbrotna dómara heima í stofu og hvar sem þeir eru á vellinum. Þarna sjáum við að það þarf ekki bara að fylgjast með 22 einstaklingum inn á vellinum, sem oft hegða sér eins og krakkar. Heldur eru einnig tuttugu einstaklingar þarna fyrir utan, á hliðarlínunni, með alls konar rugl. Það þarf svo sannarlega fjögur sett af augum, að minnsta kosti, til þess að fylgjast með þessu öllu.“ Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar, tók undir það og þótti mikið til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, koma. „Hvernig hann var að reyna róa leikmenn, tala við þá í öðru hvoru orði og hin orðin notar hann í að tala við kollega sína og þeir tala sig niður á ákvörðun, hvernig þeir ætli að leysa þetta. Það var mjög áhugavert að sjá þetta.“ Svona innslög eru ávallt áhugaverð enda ekki á hverjum degi sem áhugafólki um íþróttina gefst tækifæri til þess að skyggnast inn í störf dómaranna. Bragi Bergmann knattspyrnudómari var með hljóðnema á sér í leik ÍA og Vals þann 25. júlí árið 1992 á Akranesvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið heitt í kolunum í þeim leik líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan.
Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki