Heyrðu samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum: „Þetta er rautt!“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:11 Mynd úr umræddum leik Fram og ÍBV í 5.umferð Bestu deildar karla fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í gærkvöldi, var dregin fram ansi athyglisverð upptaka af samskiptum dómara í leik Fram og ÍBV í 5.umferð deildarinnar. Dómarar leiksins veittu þættinum góðfúslegt leyfi til þess að sýna áhorfendum frá þeirra störfum og því sem fór þeirra á milli á ansi áhugaverðum tímapunkti í leiknum þegar að sauð upp úr. Leikar stóðu 2-1 í leiknum fyrir Fram þegar rúmar tíu mínútur eftir lifðu leiks og Halldór Jón Sigurður Þórðarson, leikmaður ÍBV fór harkalega í bakið á Tiago, leikmanni Fram. Þá varð allt snælduvitlaust, bæði innan vallar sem og á hliðarlínunni, og var ansi áhugavert að sjá hvernig Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins og aðstoðarmenn hans leystu úr málunum. Klippa: Áður óheyrð samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum „Það var áhugavert að sjá þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar eftir að myndskeiðið hafði verið spilað. „Ég þekki ótrúlega marga sem telja sig vera stórbrotna dómara heima í stofu og hvar sem þeir eru á vellinum. Þarna sjáum við að það þarf ekki bara að fylgjast með 22 einstaklingum inn á vellinum, sem oft hegða sér eins og krakkar. Heldur eru einnig tuttugu einstaklingar þarna fyrir utan, á hliðarlínunni, með alls konar rugl. Það þarf svo sannarlega fjögur sett af augum, að minnsta kosti, til þess að fylgjast með þessu öllu.“ Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar, tók undir það og þótti mikið til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, koma. „Hvernig hann var að reyna róa leikmenn, tala við þá í öðru hvoru orði og hin orðin notar hann í að tala við kollega sína og þeir tala sig niður á ákvörðun, hvernig þeir ætli að leysa þetta. Það var mjög áhugavert að sjá þetta.“ Svona innslög eru ávallt áhugaverð enda ekki á hverjum degi sem áhugafólki um íþróttina gefst tækifæri til þess að skyggnast inn í störf dómaranna. Bragi Bergmann knattspyrnudómari var með hljóðnema á sér í leik ÍA og Vals þann 25. júlí árið 1992 á Akranesvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið heitt í kolunum í þeim leik líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Dómarar leiksins veittu þættinum góðfúslegt leyfi til þess að sýna áhorfendum frá þeirra störfum og því sem fór þeirra á milli á ansi áhugaverðum tímapunkti í leiknum þegar að sauð upp úr. Leikar stóðu 2-1 í leiknum fyrir Fram þegar rúmar tíu mínútur eftir lifðu leiks og Halldór Jón Sigurður Þórðarson, leikmaður ÍBV fór harkalega í bakið á Tiago, leikmanni Fram. Þá varð allt snælduvitlaust, bæði innan vallar sem og á hliðarlínunni, og var ansi áhugavert að sjá hvernig Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins og aðstoðarmenn hans leystu úr málunum. Klippa: Áður óheyrð samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum „Það var áhugavert að sjá þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar eftir að myndskeiðið hafði verið spilað. „Ég þekki ótrúlega marga sem telja sig vera stórbrotna dómara heima í stofu og hvar sem þeir eru á vellinum. Þarna sjáum við að það þarf ekki bara að fylgjast með 22 einstaklingum inn á vellinum, sem oft hegða sér eins og krakkar. Heldur eru einnig tuttugu einstaklingar þarna fyrir utan, á hliðarlínunni, með alls konar rugl. Það þarf svo sannarlega fjögur sett af augum, að minnsta kosti, til þess að fylgjast með þessu öllu.“ Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar, tók undir það og þótti mikið til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, koma. „Hvernig hann var að reyna róa leikmenn, tala við þá í öðru hvoru orði og hin orðin notar hann í að tala við kollega sína og þeir tala sig niður á ákvörðun, hvernig þeir ætli að leysa þetta. Það var mjög áhugavert að sjá þetta.“ Svona innslög eru ávallt áhugaverð enda ekki á hverjum degi sem áhugafólki um íþróttina gefst tækifæri til þess að skyggnast inn í störf dómaranna. Bragi Bergmann knattspyrnudómari var með hljóðnema á sér í leik ÍA og Vals þann 25. júlí árið 1992 á Akranesvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið heitt í kolunum í þeim leik líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan.
Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira