„Gætum þurft að spila með skeiðklukku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 13:30 Takehiro Tomiyasu gengur af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik Crystal Palace og Arsenal í gær. getty/Julian Finney Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki sáttur við rauða spjaldið sem Takehiro Tomiyasu fékk í leiknum gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann 0-1 sigur á Selhurst Park þrátt fyrir að hafa verið manni færri síðustu 23 mínútur leiksins eftir að Tomiyasu fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Tomiyasu fékk fyrra spjaldið fyrir að vera of lengi að taka innkast og það seinna fyrir brot á Jordan Ayew. Fyrir tímabilið var ákveðið að dómarar í ensku úrvalsdeildinni ættu að taka harðar á töfum og hingað til hafa verið gefin fjórtán gul spjöld fyrir tafir. Tomiyasu hélt þó aðeins á boltanum í átta sekúndur áður en hann fékk gula spjaldið. Þar áður hafði Kai Havertz haldið á boltanum í fimmtán sekúndur. „Þetta eru nýju viðmiðin. Ég veit ekki hversu langan tíma þetta tók,“ sagði Arteta er honum var tjáð að Arsenal-menn hefðu verið samtals 23 sekúndur að taka innkastið. „Ég held að þetta hafi verið átta sekúndur. Við gætum þurft að spila með skeiðklukku. En þetta er allt í lagi. Við unnum leikinn og ég er ánægður. Nýju reglurnar eru eitt en hvernig þessum upplýsingum er miðlað er annað. Við munum laga okkur að þessu.“ Arsenal er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni líkt og Brighton og Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Arsenal vann 0-1 sigur á Selhurst Park þrátt fyrir að hafa verið manni færri síðustu 23 mínútur leiksins eftir að Tomiyasu fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Tomiyasu fékk fyrra spjaldið fyrir að vera of lengi að taka innkast og það seinna fyrir brot á Jordan Ayew. Fyrir tímabilið var ákveðið að dómarar í ensku úrvalsdeildinni ættu að taka harðar á töfum og hingað til hafa verið gefin fjórtán gul spjöld fyrir tafir. Tomiyasu hélt þó aðeins á boltanum í átta sekúndur áður en hann fékk gula spjaldið. Þar áður hafði Kai Havertz haldið á boltanum í fimmtán sekúndur. „Þetta eru nýju viðmiðin. Ég veit ekki hversu langan tíma þetta tók,“ sagði Arteta er honum var tjáð að Arsenal-menn hefðu verið samtals 23 sekúndur að taka innkastið. „Ég held að þetta hafi verið átta sekúndur. Við gætum þurft að spila með skeiðklukku. En þetta er allt í lagi. Við unnum leikinn og ég er ánægður. Nýju reglurnar eru eitt en hvernig þessum upplýsingum er miðlað er annað. Við munum laga okkur að þessu.“ Arsenal er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni líkt og Brighton og Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira