Frá þessu er greint í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester City þar sem greint er frá því að Guardiola hafi verið að glíma við bakvandamál undanfarið.
Hann hafi því flogið út til Barcelona og gengist undir aðgerð sem var framkvæmd af Dr. Mireia Illueca. Aðgerðin hafi gengið vel og nú taki við endurhæfing hjá knattspyrnustjóranum.
Búist er við því að Guardiola snúi aftur á hliðarlínuna með Manchester City eftir komandi landsleikjahlé.