Lofsöngur um lygina Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 15:00 Í Heimildinni birtist á dögunum grein undir fyrirsögninni „Lágkúra illskunnar“ eftir Láru Pálsdóttur, félagsráðgjafa. Greinin er dæmigerð fyrir málflutning margra þeirra sem ekki vilja una niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála (og í sumum tilvikum einnig dómstóla). Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu. Fólki, sem hefur fengið synjun og telst hvorki flóttamenn né hælisleitendur í skilningi laganna, stendur til boða að fá stuðning við heimför, húsaskjól, fæði og dagpeninga og undir vissum kringumstæðum fjárstyrk að auki allt að 460 þús. kr. til að koma sér fyrir í heimalandinu. Ef fólk kýs á hinn bóginn að virða að vettugi íslensk lög og niðurstöður réttra stjórnvalda er þessi fyrirgreiðsla ekki lengur í boði. Fólki er þó alltaf heimilt að sjá sig um hönd og vinna með stjórnvöldum að heimför og þá geta þau aftur fengið framangreinda fyrirgreiðslu þar til kemur að brottför frá landinu. Niðurfelling þjónustu tekur ekki til barnafólks, fólks með fötlun og langvarandi stuðningsþarfir eða fólks sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Einnig njóta þeir áfram þjónustu sem ekki geta snúið aftur til heimalandsins af ástæðum sem þeir bera ekki ábyrgð á sjálfir. Þessi framkvæmd heitir í grein Láru „…fólk í neyð er sett út á Guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu … sem því hefur verið úthlutað.“ Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. En Lára gengur lengra en að fara með rangt mál. Hún sakar mig um að fela mig á bak við lagabókstafinn líkt og Adolf Eichmann gerði í málsvörn sinni vegna helfararinnar! Þetta er auðvitað ótækur málflutningur. Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns. Hverjar eru staðreyndir málsins? Ísland er ekki með opin landamæri. Við erum aðilar að Schengen-svæðinu og hér á landi gilda skýrar reglur um ferðir og dvöl útlendinga í landinu rétt eins og í öðrum löndum innan svæðisins. Ísland á aðild að hinu alþjóðlega verndarkerfi sem felur í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Alþjóðlega verndarkerfið tekur við fólki sem er í hættu í eigin landi, hugsanlega vegna yfirvofandi ofsókna, ótta við pyndingar eða dauða, oft vegna stríðsástands í viðkomandi landi. Allir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi fá úrlausn sinna mála á tveimur stjórnsýslustigum, fyrst hjá Útlendingastofnun og svo endurskoðun hjá kærunefnd útlendingamála. Íslenska ríkið útvegar umsækjendum löglærðan talsmann í ferlinu þeim að kostnaðarlausu. Umsækjendur eru í húsnæði og fá margþætta þjónustu á vegum íslenska ríkisins þeim að kostnaðarlausu á umsóknartímanum. Þeir umsækjendur sem fá jákvæða niðurstöðu og alþjóðlega vernd teljast flóttamenn og fara í þjónustu verndarkerfisins hérlendis. Í þeim tilvikum þar sem endanleg niðurstaða er neikvæð er viðkomandi ekki talinn flóttamaður í skilningi laganna og á því að geta snúið til síns heimaríkis eða réttmæts dvalarríkis. Margir gera það og hafa þeir 30 daga til að undirbúa sig til þess að fara af landi brott. Þjónustan við þá aðila helst óskert og er jafnvel framlengd í marga mánuði ef viðkomandi er í samstarfi við yfirvöld um að vinna að heimför. Þetta er í hnotskurn það kerfi sem Lára Pálsdóttir líkir við helförina í grein sinni um „lágkúru illskunnar“. Ég kýs að kalla hennar innlegg í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðst ekki við staðreyndir. Reyndin er sú að lítill minnihluti kýs að hlíta ekki lögmætri niðurstöðu yfirvalda og telst í ólögmætri dvöl hér á landi. Sá minnihluti missir þjónustu yfirvalda eftir 30 daga enda ber viðkomandi að yfirgefa landið. Niðurstaða eftir efnismeðferð á tveimur stjórnsýslustigum er skýr. Þeir sem missa þjónustu eru ekki flóttamenn. Þeir þurfa þó ekki að vera á götunni. Þeir hafa það í hendi sér að snúa aftur til síns heimalands eða lögmæts dvalarríkis. Skorti skilríki til fararinnar er það í þeirra valdi að vinna með íslenskum stjórnvöldum að útvegun skilríkja og öruggri heimför. Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd? Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í Heimildinni birtist á dögunum grein undir fyrirsögninni „Lágkúra illskunnar“ eftir Láru Pálsdóttur, félagsráðgjafa. Greinin er dæmigerð fyrir málflutning margra þeirra sem ekki vilja una niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála (og í sumum tilvikum einnig dómstóla). Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu. Fólki, sem hefur fengið synjun og telst hvorki flóttamenn né hælisleitendur í skilningi laganna, stendur til boða að fá stuðning við heimför, húsaskjól, fæði og dagpeninga og undir vissum kringumstæðum fjárstyrk að auki allt að 460 þús. kr. til að koma sér fyrir í heimalandinu. Ef fólk kýs á hinn bóginn að virða að vettugi íslensk lög og niðurstöður réttra stjórnvalda er þessi fyrirgreiðsla ekki lengur í boði. Fólki er þó alltaf heimilt að sjá sig um hönd og vinna með stjórnvöldum að heimför og þá geta þau aftur fengið framangreinda fyrirgreiðslu þar til kemur að brottför frá landinu. Niðurfelling þjónustu tekur ekki til barnafólks, fólks með fötlun og langvarandi stuðningsþarfir eða fólks sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Einnig njóta þeir áfram þjónustu sem ekki geta snúið aftur til heimalandsins af ástæðum sem þeir bera ekki ábyrgð á sjálfir. Þessi framkvæmd heitir í grein Láru „…fólk í neyð er sett út á Guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu … sem því hefur verið úthlutað.“ Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. En Lára gengur lengra en að fara með rangt mál. Hún sakar mig um að fela mig á bak við lagabókstafinn líkt og Adolf Eichmann gerði í málsvörn sinni vegna helfararinnar! Þetta er auðvitað ótækur málflutningur. Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns. Hverjar eru staðreyndir málsins? Ísland er ekki með opin landamæri. Við erum aðilar að Schengen-svæðinu og hér á landi gilda skýrar reglur um ferðir og dvöl útlendinga í landinu rétt eins og í öðrum löndum innan svæðisins. Ísland á aðild að hinu alþjóðlega verndarkerfi sem felur í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Alþjóðlega verndarkerfið tekur við fólki sem er í hættu í eigin landi, hugsanlega vegna yfirvofandi ofsókna, ótta við pyndingar eða dauða, oft vegna stríðsástands í viðkomandi landi. Allir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi fá úrlausn sinna mála á tveimur stjórnsýslustigum, fyrst hjá Útlendingastofnun og svo endurskoðun hjá kærunefnd útlendingamála. Íslenska ríkið útvegar umsækjendum löglærðan talsmann í ferlinu þeim að kostnaðarlausu. Umsækjendur eru í húsnæði og fá margþætta þjónustu á vegum íslenska ríkisins þeim að kostnaðarlausu á umsóknartímanum. Þeir umsækjendur sem fá jákvæða niðurstöðu og alþjóðlega vernd teljast flóttamenn og fara í þjónustu verndarkerfisins hérlendis. Í þeim tilvikum þar sem endanleg niðurstaða er neikvæð er viðkomandi ekki talinn flóttamaður í skilningi laganna og á því að geta snúið til síns heimaríkis eða réttmæts dvalarríkis. Margir gera það og hafa þeir 30 daga til að undirbúa sig til þess að fara af landi brott. Þjónustan við þá aðila helst óskert og er jafnvel framlengd í marga mánuði ef viðkomandi er í samstarfi við yfirvöld um að vinna að heimför. Þetta er í hnotskurn það kerfi sem Lára Pálsdóttir líkir við helförina í grein sinni um „lágkúru illskunnar“. Ég kýs að kalla hennar innlegg í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðst ekki við staðreyndir. Reyndin er sú að lítill minnihluti kýs að hlíta ekki lögmætri niðurstöðu yfirvalda og telst í ólögmætri dvöl hér á landi. Sá minnihluti missir þjónustu yfirvalda eftir 30 daga enda ber viðkomandi að yfirgefa landið. Niðurstaða eftir efnismeðferð á tveimur stjórnsýslustigum er skýr. Þeir sem missa þjónustu eru ekki flóttamenn. Þeir þurfa þó ekki að vera á götunni. Þeir hafa það í hendi sér að snúa aftur til síns heimalands eða lögmæts dvalarríkis. Skorti skilríki til fararinnar er það í þeirra valdi að vinna með íslenskum stjórnvöldum að útvegun skilríkja og öruggri heimför. Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd? Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun