Vaktin: Seðlabankinn hækkar stýrivexti enn á ný Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 23. ágúst 2023 07:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og félagar hans í peningastefnunefnd munu kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi í Safnahúsinu klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,50 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 8,75 prósentum í 9,25. Greint er frá ákvörðuninni í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Um er að ræða fjórtándu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Í yfirlýsingu bankans segir að verðbólga hafi hjaðnað undanfarið og mælst 7,6 prósent í júlí. „Framlag húsnæðisliðarins til verðbólgu hefur minnkað, dregið hefur úr alþjóðlegum verðhækkunum og gengi krónunnar hækkað. Innlendar verðhækkanir hafa hins vegar reynst þrálátar og eru enn á breiðum grunni. Undirliggjandi verðbólga hefur því minnkað hægar en mæld verðbólga og var 6,7% í júlí. Hagvöxtur mældist 7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og atvinnuleysi hefur haldið áfram að minnka. Enn er því töluverð spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúinu í heild þótt vísbendingar séu um að tekið sé að hægja á vexti efnahagsumsvifa. Verðbólguhorfur til lengri tíma hafa lítið breyst þótt horfur til skamms tíma hafi batnað frá því í maí. Þá eru verðbólguvæntingar til lengri tíma vel yfir markmiði. Því er enn hætta á að verðbólga reynist þrálát. Í ljósi þess er nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Einkum er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags. Vísbendingar eru um að áhrif vaxtahækkana undanfarin misseri séu að koma skýrar fram og mun peningastefnan á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Fréttastofa mun fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan og segja fréttir af ákvörðun peningastefnunefndar og viðbrögðum við henni á öllum miðlum í dag. Ef vaktin birtist ekki að neðan gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Greint er frá ákvörðuninni í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Um er að ræða fjórtándu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Í yfirlýsingu bankans segir að verðbólga hafi hjaðnað undanfarið og mælst 7,6 prósent í júlí. „Framlag húsnæðisliðarins til verðbólgu hefur minnkað, dregið hefur úr alþjóðlegum verðhækkunum og gengi krónunnar hækkað. Innlendar verðhækkanir hafa hins vegar reynst þrálátar og eru enn á breiðum grunni. Undirliggjandi verðbólga hefur því minnkað hægar en mæld verðbólga og var 6,7% í júlí. Hagvöxtur mældist 7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og atvinnuleysi hefur haldið áfram að minnka. Enn er því töluverð spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúinu í heild þótt vísbendingar séu um að tekið sé að hægja á vexti efnahagsumsvifa. Verðbólguhorfur til lengri tíma hafa lítið breyst þótt horfur til skamms tíma hafi batnað frá því í maí. Þá eru verðbólguvæntingar til lengri tíma vel yfir markmiði. Því er enn hætta á að verðbólga reynist þrálát. Í ljósi þess er nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Einkum er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags. Vísbendingar eru um að áhrif vaxtahækkana undanfarin misseri séu að koma skýrar fram og mun peningastefnan á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Fréttastofa mun fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan og segja fréttir af ákvörðun peningastefnunefndar og viðbrögðum við henni á öllum miðlum í dag. Ef vaktin birtist ekki að neðan gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Spá sömuleiðis enn einni stýrivaxtahækkuninni í næstu viku Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti sína á næsta vaxtaákvörðunardegi, á miðvikudaginn í næstu viku. 18. ágúst 2023 12:25 Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Spá sömuleiðis enn einni stýrivaxtahækkuninni í næstu viku Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti sína á næsta vaxtaákvörðunardegi, á miðvikudaginn í næstu viku. 18. ágúst 2023 12:25
Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent