Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2023 12:00 Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Rubiales lét sér ekki duga að kyssa Hermoso á munninn á verðlaunapallinum heldur kyssti hann einnig fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum og greip svo í klofið á sér þegar úrslitaleiknum lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Rapinoe liggur sjaldnast á skoðunum sínum og gerði það ekki þegar The Athletic leitaði eftir viðbrögðum hennar við kossi Rubiales. „Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið við þurfum að þola,“ sagði Rapinoe sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM þar sem Bandaríkin ollu miklum vonbrigðum. Bandaríska liðið tapaði fyrir því sænska í vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum. „Hugsaðu um hversu mikið spænska liðið hefur þurft að þola. Sumir leikmannanna sem mótmæltu í fyrra eru ekki enn í liðinu. Kannski þjappaði það þeim saman en það ætti ekki að þurfa. Síðan var annað dæmi um karlrembuna í þessu knattspyrnusambandi þegar hann greip í punginn á sér eftir lokaflautið. Í hvaða öfugsnúna veruleika erum við í. Á stærsta sviðinu þegar þú ættir að vera að fagna réðst þessi maður á Jenni.“ Upphaflega sagði Rubiales öllum sem gagnrýndu hann til syndanna en fann sig svo knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum. Rubiales og Vilda reyndu allt hvað þeir gátu til að fá Hermoso til að koma fram í afsökunarmyndbandinu en án árangurs. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá spænska knattspyrnusambandinu. Hann verður mögulega strax á morgun. Málið verður tekið fyrir sem agamál. Rubiales ku ekki vera á þeim buxunum að segja af sér og ætlar að verjast með kjafti og klóm. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Rubiales lét sér ekki duga að kyssa Hermoso á munninn á verðlaunapallinum heldur kyssti hann einnig fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum og greip svo í klofið á sér þegar úrslitaleiknum lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Rapinoe liggur sjaldnast á skoðunum sínum og gerði það ekki þegar The Athletic leitaði eftir viðbrögðum hennar við kossi Rubiales. „Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið við þurfum að þola,“ sagði Rapinoe sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM þar sem Bandaríkin ollu miklum vonbrigðum. Bandaríska liðið tapaði fyrir því sænska í vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum. „Hugsaðu um hversu mikið spænska liðið hefur þurft að þola. Sumir leikmannanna sem mótmæltu í fyrra eru ekki enn í liðinu. Kannski þjappaði það þeim saman en það ætti ekki að þurfa. Síðan var annað dæmi um karlrembuna í þessu knattspyrnusambandi þegar hann greip í punginn á sér eftir lokaflautið. Í hvaða öfugsnúna veruleika erum við í. Á stærsta sviðinu þegar þú ættir að vera að fagna réðst þessi maður á Jenni.“ Upphaflega sagði Rubiales öllum sem gagnrýndu hann til syndanna en fann sig svo knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum. Rubiales og Vilda reyndu allt hvað þeir gátu til að fá Hermoso til að koma fram í afsökunarmyndbandinu en án árangurs. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá spænska knattspyrnusambandinu. Hann verður mögulega strax á morgun. Málið verður tekið fyrir sem agamál. Rubiales ku ekki vera á þeim buxunum að segja af sér og ætlar að verjast með kjafti og klóm.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00
Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01