Góð úrslit muni fyrst og fremst nást með baráttu Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 10:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks á von á krefjandi leik þegar liðið mætir Struga í Norður-Makedóníu í dag í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Um er að ræða fyrri leikinn í einvígi liðanna. Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023 Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira