Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 15:12 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira