Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 15:12 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira