Häcken tapaði niður tveggja marka forystu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 19:14 Valgeir Lunddal Friðriksson. vísir/Getty Valgeir Lunddal Friðriksson og samherjar hans í Häcken fóru illa að ráði sínu þegar liðið mætti Aberdeen á heimavelli í einvígi um sæti í Evrópudeild UEFA. Leikurinn var sá fyrri í einvígi liðanna en sigurvegari einvígisins fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðið sem tapar fer hins vegar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Häcken fór vel af stað í dag. Amor Layouni skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu og það virtist sem sænsku meistararnir ætluðu að koma sér í góða stöðu fyrir síðari leikinn þegar Ibrahim Sadiq skoraði úr víti rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá heimamönnum. Bojan Miovski minnkaði muninn fyrir Aberdeen á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Nicky Devlin metin. Alfons í leik með Twente. Hollenska liði er í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Fenerbache.Vísir/Getty Til að bæta gráu ofan á svart fékk Johan Hammar rautt spjald hjá Häcken á lokamínútu leiksins. Aberdeen skoraði mark í uppbótartíma en það fékk ekki að standa. Lokatölur 2-2. Valgeir Lunddal var í byrjunarliði Häcken í dag og lék í stöðu vinstri bakvarðar. Hann var tekinn af velli á 85. mínútu. Einum öðrum leik er lokið í Evrópudeildinni. Slavia frá Prag vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Zorya Luhansk. Alfons og félagar í vondum málum Twente er í vondum málum eftir stórt tap gegn Fenerbache á útivelli. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Twenter sem náði forystunni á 20. mínútu leiksins. Heimamenn jöfnuðu skömmu síðar og rétt fyrir hálfleik fékk Youri Regeer rautt spjald í liði Twente. Liðsmenn Fenerbache nýttu sér liðsmuninn heldur betur í síðari hálfleik. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu að lokum 5-1 sigur. Alfons lék allan leikinn í vörn Twente. Önnur úrslit í umspili Sambandsdeildarinnar FC Astana - Partizan Tirana 1-0Tobol Kostanay - Viktoria Plzen 1-2Zalgiris - Ferencvaros 0-4Nordsjælland - Partizan Belgrad 5-0Farul Constanta - HJK Helsinki 2-1Levski Sofia - Eintracht Frankfurt 1-1OSK Sfantu Gheorghe - Bodö/Glimt 2-2Dynamo Kyiv - Besiktas 2-3Rapid Vín - Fiorentina 1-0Maccabi Tel Aviv - NK Celje 4-1 Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Leikurinn var sá fyrri í einvígi liðanna en sigurvegari einvígisins fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðið sem tapar fer hins vegar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Häcken fór vel af stað í dag. Amor Layouni skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu og það virtist sem sænsku meistararnir ætluðu að koma sér í góða stöðu fyrir síðari leikinn þegar Ibrahim Sadiq skoraði úr víti rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá heimamönnum. Bojan Miovski minnkaði muninn fyrir Aberdeen á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Nicky Devlin metin. Alfons í leik með Twente. Hollenska liði er í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Fenerbache.Vísir/Getty Til að bæta gráu ofan á svart fékk Johan Hammar rautt spjald hjá Häcken á lokamínútu leiksins. Aberdeen skoraði mark í uppbótartíma en það fékk ekki að standa. Lokatölur 2-2. Valgeir Lunddal var í byrjunarliði Häcken í dag og lék í stöðu vinstri bakvarðar. Hann var tekinn af velli á 85. mínútu. Einum öðrum leik er lokið í Evrópudeildinni. Slavia frá Prag vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Zorya Luhansk. Alfons og félagar í vondum málum Twente er í vondum málum eftir stórt tap gegn Fenerbache á útivelli. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Twenter sem náði forystunni á 20. mínútu leiksins. Heimamenn jöfnuðu skömmu síðar og rétt fyrir hálfleik fékk Youri Regeer rautt spjald í liði Twente. Liðsmenn Fenerbache nýttu sér liðsmuninn heldur betur í síðari hálfleik. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu að lokum 5-1 sigur. Alfons lék allan leikinn í vörn Twente. Önnur úrslit í umspili Sambandsdeildarinnar FC Astana - Partizan Tirana 1-0Tobol Kostanay - Viktoria Plzen 1-2Zalgiris - Ferencvaros 0-4Nordsjælland - Partizan Belgrad 5-0Farul Constanta - HJK Helsinki 2-1Levski Sofia - Eintracht Frankfurt 1-1OSK Sfantu Gheorghe - Bodö/Glimt 2-2Dynamo Kyiv - Besiktas 2-3Rapid Vín - Fiorentina 1-0Maccabi Tel Aviv - NK Celje 4-1
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira