Hermoso stendur föst á sínu og er hætt í landsliðinu á meðan Rubiales er við völd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 21:20 Mynd af atvikinu sem um er ræðir. Noemi Llamas/Getty Images Jenni Hermoso, heimsmeistari með Spáni, hefur tjáð sig um atvikið sem átti sér stað að loknum úrslitaleik HM í knattspyrnu. Auk þess að fá verðlaunapening sinn afhentan frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. Myndir og myndbönd af atvikinu fóru sem eldur um sinu í kjölfarið enda flest á því að um gríðarlega óviðeigandi atvik hafi verið að ræða. Rubiales var þó ekki á þeim buxunum og neitar að segja af sér þrátt fyrir mikla pressu. Í kjölfar atvika dagsins í dag, þar sem Rubiales tjáði sig, hefur Hermoso tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Eftir að ná einum merkasta áfanga íþróttaferils míns, og eftir nokkra daga af íhugun, vil ég þakka samherjum mínum, stuðningsfólki, aðdáendum, fjölmiðlum og öllum þeim sem hafa hjálpað mér að gera þennan draum að veruleika. Stuðningur og vinna ykkar var grundvöllurinn að því að vinna HM,“ segir Hermoso og heldur áfram. Official Announcement. August 25th,2023. pic.twitter.com/lQb18IGsk2— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) August 25, 2023 „Því miður voru fagnaðarlætin í styttri kantinum. Ég vil ekki hafa nein áhrif á framgang laganna og þau mál sem eru í gangi en mér finnst ég knúin til að segja að orð Luis Rubiales um atvikið sem átti sér stað eru uppspuni og hluti af þeirri stjórnsömu-menningu sem hann hefur búið til.“ „Ég vil taka skýrt fram að aldrei átti nein umræða sér stað og að með engu móti hafi ég samþykkt kossinn. Ég vil taka fram að mér líkaði einkar illa við téð atvik,“ bætti Hermoso við. Landsliðskonan segir einnig að engin einstaklingur eigi að þurfa þola hegðun sem þessa, að hún hafi verið berskjölduð og fórnarlamb karlrembu sem gerði hluti án hennar samþykkis. „Það var einfaldlega ekki borin virðing fyrir mér,“ segir Hermoso áður en hún fer yfir skrípaleikinn sem átti sér stað þegar spænska knattspyrnusambandið reyndi að þvinga hana til að gefa út sameiginlega yfirlýsingu með geranda hennar. Hún gaf aldrei út slíka yfirlýsingu og reyndi einfaldlega að njóta þess að hafa orðið heimsmeistari. Hún tekur fram að sambandið hafi þrýst á hana, fjölskyldu hennar, vini og samherja til að reyna sópa málinu undir teppið. Hún segist standa fast á sínu og þvertekur fyrir að það sé á hennar ábyrgð að gefa út yfirlýsingu sem fari gegn því sem hún standi fyrir. „Ég hef enga þolinmæði fyrir svona hegðun … og það er ákvörðun mín að á meðan sama fólk er við stjórnvölin hjá spænska knattspyrnusambandinu mun ég ekki gefa kost á mér í spænska landsliðið,“ sagði Hermoso að endingu áður en hún þakkaði fyrir stuðninginn. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31 Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Myndir og myndbönd af atvikinu fóru sem eldur um sinu í kjölfarið enda flest á því að um gríðarlega óviðeigandi atvik hafi verið að ræða. Rubiales var þó ekki á þeim buxunum og neitar að segja af sér þrátt fyrir mikla pressu. Í kjölfar atvika dagsins í dag, þar sem Rubiales tjáði sig, hefur Hermoso tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Eftir að ná einum merkasta áfanga íþróttaferils míns, og eftir nokkra daga af íhugun, vil ég þakka samherjum mínum, stuðningsfólki, aðdáendum, fjölmiðlum og öllum þeim sem hafa hjálpað mér að gera þennan draum að veruleika. Stuðningur og vinna ykkar var grundvöllurinn að því að vinna HM,“ segir Hermoso og heldur áfram. Official Announcement. August 25th,2023. pic.twitter.com/lQb18IGsk2— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) August 25, 2023 „Því miður voru fagnaðarlætin í styttri kantinum. Ég vil ekki hafa nein áhrif á framgang laganna og þau mál sem eru í gangi en mér finnst ég knúin til að segja að orð Luis Rubiales um atvikið sem átti sér stað eru uppspuni og hluti af þeirri stjórnsömu-menningu sem hann hefur búið til.“ „Ég vil taka skýrt fram að aldrei átti nein umræða sér stað og að með engu móti hafi ég samþykkt kossinn. Ég vil taka fram að mér líkaði einkar illa við téð atvik,“ bætti Hermoso við. Landsliðskonan segir einnig að engin einstaklingur eigi að þurfa þola hegðun sem þessa, að hún hafi verið berskjölduð og fórnarlamb karlrembu sem gerði hluti án hennar samþykkis. „Það var einfaldlega ekki borin virðing fyrir mér,“ segir Hermoso áður en hún fer yfir skrípaleikinn sem átti sér stað þegar spænska knattspyrnusambandið reyndi að þvinga hana til að gefa út sameiginlega yfirlýsingu með geranda hennar. Hún gaf aldrei út slíka yfirlýsingu og reyndi einfaldlega að njóta þess að hafa orðið heimsmeistari. Hún tekur fram að sambandið hafi þrýst á hana, fjölskyldu hennar, vini og samherja til að reyna sópa málinu undir teppið. Hún segist standa fast á sínu og þvertekur fyrir að það sé á hennar ábyrgð að gefa út yfirlýsingu sem fari gegn því sem hún standi fyrir. „Ég hef enga þolinmæði fyrir svona hegðun … og það er ákvörðun mín að á meðan sama fólk er við stjórnvölin hjá spænska knattspyrnusambandinu mun ég ekki gefa kost á mér í spænska landsliðið,“ sagði Hermoso að endingu áður en hún þakkaði fyrir stuðninginn.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31 Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12
FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30
Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00
Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30
Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31
Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01