Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 13:39 Þrátt fyrir að ákæra Trump í Georgíu sé hans fjórða er hún sú fyrsta þar sem tekin hefur verið svokölluð fangamynd af honum. AP Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02
Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47