Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er markahæsti leikmaðurinn í Evrópukeppnum um þessar mundir Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27