Hneykslaður á framferði aðgerðarsinna eftir útleigu til Samtakanna 22 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 17:23 Miðflokkurinn var sá eini á Alþingi á sínum tíma sem talaði gegn frumvarpi um kynrænt sjálfsræði. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður segist hneykslaður á framferði aðgerðasinna þegar í ljós kom að Miðflokkurinn hugðist leigja húsnæði sitt undir málþing Samtakanna 22, sem oft hafa verið sökuð um transfóbíu. Hann greinir frá þessu í skoðanapistli sem birtist á vef breska íhaldsblaðsins The Spectator og ber titilinn Svona tók trans hugmyndafræði yfir Ísland. Hann byrjar greinina á að segja frá því þegar hann hugðist leigja sal flokksins út til Samtakanna 22, hagsmunasamtaka samkynhneigðra og tvíkynhneigða. Samtökin, sem áður hétu LGB teymið, hafa verið sökuð um transfóbíu á samfélagsmiðlum og hafa meðal annars kallað hinseginhreyfinguna á Íslandi öfgafulla. Samþykkti að leigja út salinn Sigmundur segist hafa fengið símtal frá einum skipuleggjenda málþings, sem samtökin ætluðu að halda morguninn eftir, og samþykkt að leigja þeim út salinn undir málþingið. Athygli vakti að málþing Samtakanna 22 var skipulagt á sama tíma og Gleðigangan stóð yfir. Áherslumál gleðigöngunnar þetta árið var málstaður trans fólks. Bæði Þjóðminjasafnið og Reiðhöllin höfðu þá hætt við útleigu á sölum sínum til samtakanna eftir að hafa komist að því fyrir hverju þau stæðu. „Síðar komst ég að því að um leið og auglýst var að þingið yrði í salnum okkar höfðu meðlimir flokksins verið kaffærðir í símtölum frá aktívistum að biðja þá um að aflýsa viðburðinum,“ skrifar Sigmundur. „Hvað vildu þessir aktívistar að við myndum gera, banna samtökum sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra að leigja salinn?“ skrifar hann jafnframt. „Hvers vegna fannst stærstu LGBTQIA+ samtökum Íslands, sem fá töluverðan styrk úr ríkissjóði og hefur það verkefni að fræða börn, mikilvægt að koma í veg fyrir að LGB samtök fengju að funda?“ Þá segist hann hneykslaður á framferði hinsegin samtakanna sem mótmæltu því að málþingið yrði haldið. „Hvernig komumst við á þann stað að opinberum stofnunum og stjórnmálaflokkum sé hótað fyrir að hýsa viðburð þar sem mannréttindamál eru rædd?“ skrifar Sigmundur. Fjöldi fordæmdi samtökin Hópur tæplega þrjú hundruð samkynhneigðra Íslendinga steig fram fyrr á árinu og lýsti því yfir að Samtökin 22 væru ekki í þeirra nafni. Þá fordæmdu þau að vísað yrði til samtakanna sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Í greininni segir Sigmundur líka frá því að Miðflokkurinn sé sá eini á Alþingi sem þori að gagnrýna frumvörp sem snúi að trans fólki og nefnir þar frumvarpið um kynrænt sjálfræði sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2019. Miðflokkurinn var eini flokkurinn sem mótmælti frumvarpinu og sagði Sigmundur það ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum þingmanna en fimmtán voru fjarstaddir þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Þrír þingmenn Miðflokksins voru fjarstaddir en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá. Þingkona lýsti orðræðu Miðflokksins um frumvarpið eins og að tala við menn sem væru að stíga út úr tímavél. Í greininni á The Spectator segist Sigmundur þó einungis hafa verið að spyrja spurninga meðan hann brýndi mikilvægi þess að vernda réttindi trans fólks. Loks veltir hann því upp hvernig hann komst á þann stað að hann „þurfi að afsaka“ sína skuldbindingu við tjáningarfrelsi. Hann sé þó alltaf tilbúinn að læra. „Svo virðist sem í nútímastjórnmálum getir þú allt í einu talist ofstækisfullur fyrir það eitt að segja það sem allir töldu rétt fyrir nokkrum árum,“ endar hann á að segja. Málefni trans fólks Hinsegin Miðflokkurinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hann greinir frá þessu í skoðanapistli sem birtist á vef breska íhaldsblaðsins The Spectator og ber titilinn Svona tók trans hugmyndafræði yfir Ísland. Hann byrjar greinina á að segja frá því þegar hann hugðist leigja sal flokksins út til Samtakanna 22, hagsmunasamtaka samkynhneigðra og tvíkynhneigða. Samtökin, sem áður hétu LGB teymið, hafa verið sökuð um transfóbíu á samfélagsmiðlum og hafa meðal annars kallað hinseginhreyfinguna á Íslandi öfgafulla. Samþykkti að leigja út salinn Sigmundur segist hafa fengið símtal frá einum skipuleggjenda málþings, sem samtökin ætluðu að halda morguninn eftir, og samþykkt að leigja þeim út salinn undir málþingið. Athygli vakti að málþing Samtakanna 22 var skipulagt á sama tíma og Gleðigangan stóð yfir. Áherslumál gleðigöngunnar þetta árið var málstaður trans fólks. Bæði Þjóðminjasafnið og Reiðhöllin höfðu þá hætt við útleigu á sölum sínum til samtakanna eftir að hafa komist að því fyrir hverju þau stæðu. „Síðar komst ég að því að um leið og auglýst var að þingið yrði í salnum okkar höfðu meðlimir flokksins verið kaffærðir í símtölum frá aktívistum að biðja þá um að aflýsa viðburðinum,“ skrifar Sigmundur. „Hvað vildu þessir aktívistar að við myndum gera, banna samtökum sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra að leigja salinn?“ skrifar hann jafnframt. „Hvers vegna fannst stærstu LGBTQIA+ samtökum Íslands, sem fá töluverðan styrk úr ríkissjóði og hefur það verkefni að fræða börn, mikilvægt að koma í veg fyrir að LGB samtök fengju að funda?“ Þá segist hann hneykslaður á framferði hinsegin samtakanna sem mótmæltu því að málþingið yrði haldið. „Hvernig komumst við á þann stað að opinberum stofnunum og stjórnmálaflokkum sé hótað fyrir að hýsa viðburð þar sem mannréttindamál eru rædd?“ skrifar Sigmundur. Fjöldi fordæmdi samtökin Hópur tæplega þrjú hundruð samkynhneigðra Íslendinga steig fram fyrr á árinu og lýsti því yfir að Samtökin 22 væru ekki í þeirra nafni. Þá fordæmdu þau að vísað yrði til samtakanna sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Í greininni segir Sigmundur líka frá því að Miðflokkurinn sé sá eini á Alþingi sem þori að gagnrýna frumvörp sem snúi að trans fólki og nefnir þar frumvarpið um kynrænt sjálfræði sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2019. Miðflokkurinn var eini flokkurinn sem mótmælti frumvarpinu og sagði Sigmundur það ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum þingmanna en fimmtán voru fjarstaddir þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Þrír þingmenn Miðflokksins voru fjarstaddir en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá. Þingkona lýsti orðræðu Miðflokksins um frumvarpið eins og að tala við menn sem væru að stíga út úr tímavél. Í greininni á The Spectator segist Sigmundur þó einungis hafa verið að spyrja spurninga meðan hann brýndi mikilvægi þess að vernda réttindi trans fólks. Loks veltir hann því upp hvernig hann komst á þann stað að hann „þurfi að afsaka“ sína skuldbindingu við tjáningarfrelsi. Hann sé þó alltaf tilbúinn að læra. „Svo virðist sem í nútímastjórnmálum getir þú allt í einu talist ofstækisfullur fyrir það eitt að segja það sem allir töldu rétt fyrir nokkrum árum,“ endar hann á að segja.
Málefni trans fólks Hinsegin Miðflokkurinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda