„Þessi snerting og fá þrjá leiki í bann, guð minn góður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:16 Klopp fagnar hér eftir sigurinn í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður með sigur Liverpool gegn Newcastle í dag. Leikmenn Liverpool voru einum færri megnið af leiknum en komu til baka undir lokin og tryggðu sér stigin þrjú. Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira