Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 12:15 Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðismanna telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýjur. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun væntanlega skýra frá ákvörðun sinni í málinu á næstu dögum. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03
Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30