Fæstir tilbúnir að hætta alveg að neyta vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2023 22:40 Andrew Tatarsky segir fólk oft nota vímuefni sem bjargráð í áfalli eða félagslegum erfiðleikum. Meðferðarúrræði verði að taka mið af því. Vísir/Einar Sérfræðingur í skaðaminnkun frá Bandaríkjunum segir þær aðferðir og meðferðir sem standi vímuefnanotendum til boða úreltar og oft gagnslausar. Hann er á landinu til að fræða um nýja aðferð þar sem fólki er boðið í meðferð jafnvel þótt það sé enn í neyslu. Andrew Tatarsky er doktor í klínískri sálfræði og höfundur bókarinnar Harm Reduction Psychotherapy: A New Treatment for Drug and Alcohol Problems sem kom út árið 2007. Í bók sinni fjallar hann um nýja aðferð sem hægt er að nýta í meðferðarúrræði fyrir fólk með vímuefnavanda. Aðferðina væri hægt að þýða á íslensku sem samþætt skaðaminnkandi meðferð og hefur hann síðustu ár farið til meira en tuttugu landa til að kynna meðferðar-módelið sitt. Í kjölfarið hafa samtök í Portúgal, Hong Kong og Bandaríkjunum tileinkað sér aðferðina. Módelið er mjög ólíkt því sem þekkist til dæmis hér á landi í þeim úrræðum sem standa fólki í vímuefnavanda til boða en ekki er lögð áhersla á bindindi, heldur skaðaminnkun, og stendur öllum til boða sem neyta vímuefna. „Það er mikilvægt að skilja mikilvægi þess og þá í samhengi við gamla módelið sem er notað víðast hvar. Það er módel sem krefst þess að fólk skuldbindi sig bindindi og hefur það sem markmið. Á sama tíma er bindindið oft skilyrði fyrir því að fá inngöngu í meðferðarúrræði og fá að vera þar,“ segir Tatarsky og að fyrir marga sem glíma við vímuefnavanda sé þetta mikil hindrun. „Þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það eigi við vanda að stríða eru fæstir tilbúnir til að hætta alveg, jafnvel þótt einhver hluti þeirra kalli á það,“ segir hann og að módelið hans geri því, öfugt við gamla módelið, ráð fyrir að bjóða fólki í meðferð á þeim stað sem það er. „Það sem það gerir er að lækka þröskuldinn og opnar þannig aðgengi fyrir fleiri sem hafa ekki haft aðgengi að úrræðum.“ Meðferðarsambandið mikilvægt Tatarsky segir að auk þess geri það meðferðaraðilum kleift að byrja snemma á því að byggja upp meðferðarsamband sem tryggi oft að meðferðin virki, sama hvort fólk kýs að vera í bindindi eða ekki. Lykilatriði sé að mæta fólki þar sem það er. „Gamla sjúkdóms-módelið, sem flest okkar þekkja, kennir að fíkn er sjúkdómur og aðeins hægt að vinna á honum bug með algeru bindindi,“ segir hann og að það sem hann, og fleiri, hafi lært síðustu ár er að málið sé aðeins flóknara en að aðeins sé hægt að tala um það þannig. Hann segir það versta við gamla módelið að oft vinni það í raun gegn þeim sem séu að leita sér aðstoðar og lætur þeim líða jafnvel verr eftir að þau hafa leitað sér aðstoðar. Það geti svo leitt til frekari neyslu og jafnvel dauða. „Fíknin er í mörgum tilfellum samband sem fólk á, sem oft virkar fyrir þau til að vinna á áfalli eða félagslegum erfiðleikum. Fólk er þannig að nota neysluna sem bjargráð,“ segir hann og fólk neyti vímuefnanna þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar. „Ég hef talað um þetta sem klípu sem fólk glímir við. Það annars vegar vill hætta og veit af hættunum og hins vegar finnur að neyslan hjálpar þeim að takast á við eitthvað vandamál,“ segir hann og að í meðferðarmódelinu sem hann aðhyllist sé gert ráð fyrir að takast á við bæði í einu. „Þá getum við hjálpað fólki að finna ný bjargráð sem eru ekki eins hættuleg og vafasöm. Að biðja fólk að gefa eitthvað frá sér sem er að hjálpa þeim, áður en þau finna nýja leið, þýðir að þeim mun mistakast. Það þarf fyrst hjálp til að bera kennsl á vandann og svo finna nýja leið til að takast á við hann,“ segir hann og að markmiðið geti þannig verið að hætta vímuefnanotkun eða að minnka hana. Hugarfarsbreyting sem sé að eiga sér stað Spurður hvort að hann telji líklegt að þessar aðferðir geti virkað á Ísland segir Tatarsky að hann hafi ferðast til yfir tuttugu landa og að mörg þeirra séu á svipuðum stað og Ísland. Það sé viðurkennt að þær aðferðir sem hafi verið notaðar séu ekki að virka nægilega vel og að hugarfarsbreyting í átt að skaðaminnkandi úrræðum sé að eiga sér stað. Hann segir margar stofnanir og samtök vera að leita að annarri aðferð sem geti virkað betur og í því skyni sé mikilvægt að stöðugt samtal eigi sér stað um hvað virki og hvað ekki. En hvað segirðu við þau sem efast um gagnsemi þessarar nýju aðferðar? „Leyfið ykkur að efast. Ég trúi því að flestir í samfélagi manna vilji það sama. Við viljum skilja og komast að því hvernig við getum hjálpað fleirum. Það er því með því að efast og spyrja erfiðra spurninga og eiga erfið samtöl sem nýjar lausnir koma fram,“ segir hann og að það sé mikilvægt að íhuga og tala um ólík sjónarmið til að komast að bestu lausninni. Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Andrew Tatarsky er doktor í klínískri sálfræði og höfundur bókarinnar Harm Reduction Psychotherapy: A New Treatment for Drug and Alcohol Problems sem kom út árið 2007. Í bók sinni fjallar hann um nýja aðferð sem hægt er að nýta í meðferðarúrræði fyrir fólk með vímuefnavanda. Aðferðina væri hægt að þýða á íslensku sem samþætt skaðaminnkandi meðferð og hefur hann síðustu ár farið til meira en tuttugu landa til að kynna meðferðar-módelið sitt. Í kjölfarið hafa samtök í Portúgal, Hong Kong og Bandaríkjunum tileinkað sér aðferðina. Módelið er mjög ólíkt því sem þekkist til dæmis hér á landi í þeim úrræðum sem standa fólki í vímuefnavanda til boða en ekki er lögð áhersla á bindindi, heldur skaðaminnkun, og stendur öllum til boða sem neyta vímuefna. „Það er mikilvægt að skilja mikilvægi þess og þá í samhengi við gamla módelið sem er notað víðast hvar. Það er módel sem krefst þess að fólk skuldbindi sig bindindi og hefur það sem markmið. Á sama tíma er bindindið oft skilyrði fyrir því að fá inngöngu í meðferðarúrræði og fá að vera þar,“ segir Tatarsky og að fyrir marga sem glíma við vímuefnavanda sé þetta mikil hindrun. „Þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það eigi við vanda að stríða eru fæstir tilbúnir til að hætta alveg, jafnvel þótt einhver hluti þeirra kalli á það,“ segir hann og að módelið hans geri því, öfugt við gamla módelið, ráð fyrir að bjóða fólki í meðferð á þeim stað sem það er. „Það sem það gerir er að lækka þröskuldinn og opnar þannig aðgengi fyrir fleiri sem hafa ekki haft aðgengi að úrræðum.“ Meðferðarsambandið mikilvægt Tatarsky segir að auk þess geri það meðferðaraðilum kleift að byrja snemma á því að byggja upp meðferðarsamband sem tryggi oft að meðferðin virki, sama hvort fólk kýs að vera í bindindi eða ekki. Lykilatriði sé að mæta fólki þar sem það er. „Gamla sjúkdóms-módelið, sem flest okkar þekkja, kennir að fíkn er sjúkdómur og aðeins hægt að vinna á honum bug með algeru bindindi,“ segir hann og að það sem hann, og fleiri, hafi lært síðustu ár er að málið sé aðeins flóknara en að aðeins sé hægt að tala um það þannig. Hann segir það versta við gamla módelið að oft vinni það í raun gegn þeim sem séu að leita sér aðstoðar og lætur þeim líða jafnvel verr eftir að þau hafa leitað sér aðstoðar. Það geti svo leitt til frekari neyslu og jafnvel dauða. „Fíknin er í mörgum tilfellum samband sem fólk á, sem oft virkar fyrir þau til að vinna á áfalli eða félagslegum erfiðleikum. Fólk er þannig að nota neysluna sem bjargráð,“ segir hann og fólk neyti vímuefnanna þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar. „Ég hef talað um þetta sem klípu sem fólk glímir við. Það annars vegar vill hætta og veit af hættunum og hins vegar finnur að neyslan hjálpar þeim að takast á við eitthvað vandamál,“ segir hann og að í meðferðarmódelinu sem hann aðhyllist sé gert ráð fyrir að takast á við bæði í einu. „Þá getum við hjálpað fólki að finna ný bjargráð sem eru ekki eins hættuleg og vafasöm. Að biðja fólk að gefa eitthvað frá sér sem er að hjálpa þeim, áður en þau finna nýja leið, þýðir að þeim mun mistakast. Það þarf fyrst hjálp til að bera kennsl á vandann og svo finna nýja leið til að takast á við hann,“ segir hann og að markmiðið geti þannig verið að hætta vímuefnanotkun eða að minnka hana. Hugarfarsbreyting sem sé að eiga sér stað Spurður hvort að hann telji líklegt að þessar aðferðir geti virkað á Ísland segir Tatarsky að hann hafi ferðast til yfir tuttugu landa og að mörg þeirra séu á svipuðum stað og Ísland. Það sé viðurkennt að þær aðferðir sem hafi verið notaðar séu ekki að virka nægilega vel og að hugarfarsbreyting í átt að skaðaminnkandi úrræðum sé að eiga sér stað. Hann segir margar stofnanir og samtök vera að leita að annarri aðferð sem geti virkað betur og í því skyni sé mikilvægt að stöðugt samtal eigi sér stað um hvað virki og hvað ekki. En hvað segirðu við þau sem efast um gagnsemi þessarar nýju aðferðar? „Leyfið ykkur að efast. Ég trúi því að flestir í samfélagi manna vilji það sama. Við viljum skilja og komast að því hvernig við getum hjálpað fleirum. Það er því með því að efast og spyrja erfiðra spurninga og eiga erfið samtöl sem nýjar lausnir koma fram,“ segir hann og að það sé mikilvægt að íhuga og tala um ólík sjónarmið til að komast að bestu lausninni.
Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09
Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30