„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2023 19:30 Vísir/Arnar Halldórsson FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“ FH Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“
FH Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira