213 látnir af völdum Covid og metfjöldi greindur með lekanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:15 Þátttaka barna í almennum bólusetningum var heldur slakari árið 2022 en á árum áður. Getty/Sean Gallup Samtals létust 213 einstaklingar árið 2022 þar sem Covid-19 var undirliggjandi orsök. Mynstur inflúensu var óvenjulegt og óvenjumikið um grúppu A streptókokkasýkingar, bæði hálsbólgu og skarlatssótt, og innlagnir á sjúkrahús vegna ífarandi sýkinga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira