Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:16 Skaftá séð úr flugvél Ragnars Axelssonar fyrir hádegi í dag. Vísir/RAX Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu. Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu.
Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55