Íslenskir skátaforingjar fá hjálp eftir gríðarlega erfiða Kóreuferð Jón Þór Stefánsson skrifar 31. ágúst 2023 07:00 Alheimsmót skáta fór ekki eins vel og til stóð. Bæði fór skipulagið úrskeiðis og þá var veðrið mjög erfitt. Getty Bandalag íslenskra skáta vinnur nú að því að veita fararstjórum og foringjum sem fóru á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði, ásamt stórum hópi ungra skáta, aðstoð og hjálp. Þeir voru settir í mjög erfiðar aðstæður, en skipulag mótsins var ekki með besta móti, og þar að auki var veðrið í Kóreu mjög erfitt viðureignar. Guðjón Rúnar Sveinsson, sem leiddi íslenska hópinn á mótið, segir að ófögur sjón hafi blasað við þegar þau mættu á áfangastað, sem var ætlaður til að hýsa um það bil 45 þúsund krakka frá öllum heims hornum. „Þegar að komið er á staðinn er augljóst að mótsvæðið er ekki tilbúið að taka á móti öllum þessum fjölda á einn eða neinn hátt. Þessi helstu atriði á við eins og matur, salernisaðstaða, hreinlæti og sjúkrahúsaðstaða og fleira var langt frá því að vera nægilega góð,“ segir Guðjón sem bætir við að þá hafi fólk farið að velta fyrir sér í hvað allur peningurinn, sem hafði verið safnað fyrir alheimsmótið hefði farið. Peningunum eytt í snekkjuferðir Indverski fjölmiðillinn Firstpost hefur greint frá því að skipuleggjendur mótsins hafi margir hverjir eytt umræddum fjármunum í hluti sem virðast ekki hafa gagnast mótinu á einn eða neinn hátt. Margir þeirra hafi farið í ferðir um víða veröld, sumar hverjar á skemmtiferðaskipum. Þessar ferðir hafi verið farnar til þess að afla upplýsinga um það hvernig ætti að halda mótið, en Firstpost telur það ólíklegt. Um hafi verið að ræða skemmtiferðir. Guðjón nefnir sjálfur dæmi um atriði sem hann telur að óþarft hafi verið að leggja mikinn pening í. „Í einu húsinu var vélmenni sem átti að þrífa þó það hafi ekki virkað mjög vel. Þannig það virtist vera talsvert bruðl í atriði sem skiptu minna máli.“ Gátu þakkað fyrir að fá að borða Skátarnir þurftu að glíma við mörg vandamál. Guðjón lýsir mótstaðnum sem uppþornuðum sjávarbotni. Hitinn var mjög mikill, sem var erfitt vegna þess að þau gistu í tjöldum. Krakkarnir fengu jafnframt ekki nægan aðgang að vatni og mat fyrstu dagana. „Allir sem voru með sérþarfir, líkt og ofnæmi eða voru vegan, gátu bara þakkað fyrir að fá að borða eitthvað,“ segir Guðjón sem setur einnig sérstaklega út á að þátttakendur hafi ekki verið varaðir við sandormum sem voru að bíta gesti og skildu eftir slæm sár. „Þetta voru aðstæðurnar sem þarna var boðið upp á. Þetta var langt frá því að vera boðlegt,“ bætir hann við. Ofan á öll ofangreind vandamál kom síðan fellibylur sem orsakaði flóð sem náði yfir hluta mótssvæðisins, en sem betur fer var búið að rýma áður en það skellti á. Guðjón segir að staðurinn þar sem íslenski hópurinn gisti hafi meira að segja endað undir sjó. Þau komu sér hins vegar fyrir í höfuðborginni Seoul. „Þá tók við annað vandamál sem heitir kóreskir embættismenn. En þeir virðast vera svolítið kassalaga í hugsun. Við máttum ekki fara í mollið, eða skemmtigarða, eða gera nokkurn skapaðan hlut sem krökkunum þætti skemmtilegt nema það væru mikil átök,“ segir Guðjón. Spurður út í hvernig stæði á því segir hann að öryggið hafi verið haft í forgangi eftir það sem hafði gengið á. „Yfirvöld voru smeyk og vildu gera allt til að tryggja okkar öryggi, en vildu gera það undir sínum formerkjum, án þess að fólk fengi einhverja skemmtun út úr því, Gríðarlega erfiðar og krefjandi aðstæður Guðjón segir að Bandalag íslenskra skáta ætli að koma sínum viðhorfum á framfæri til alþjóðabandalagsins varðandi það hvað mætti betur fara þegar svona ástand kemur upp. Í ljósi þess hve erfiðar aðstæðurnar voru í Kóreu hafa íslensku skátarnir tekið upp á því að takast á við afleiðingar ferðarinnar. En fararstjórum og skátaforingjum er boðin aðstoð „Sumum auðvitað leið ekkert vel eftir að hafa verið í þessum aðstæðum. Þær voru gríðarlega erfiðar og krefjandi,“ útskýrir Guðjón. „Þetta var áfall fyrir einhverja,“ Þrátt fyrir þetta allt saman segir Guðjón að ungmennin sem fóru í ferðina séu að jafnaði mjög ánægð með ferðina. Um hafi verið að ræða mikið ævintýri þrátt fyrir að hún hafi verið erfið. Skátar Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7. ágúst 2023 07:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Guðjón Rúnar Sveinsson, sem leiddi íslenska hópinn á mótið, segir að ófögur sjón hafi blasað við þegar þau mættu á áfangastað, sem var ætlaður til að hýsa um það bil 45 þúsund krakka frá öllum heims hornum. „Þegar að komið er á staðinn er augljóst að mótsvæðið er ekki tilbúið að taka á móti öllum þessum fjölda á einn eða neinn hátt. Þessi helstu atriði á við eins og matur, salernisaðstaða, hreinlæti og sjúkrahúsaðstaða og fleira var langt frá því að vera nægilega góð,“ segir Guðjón sem bætir við að þá hafi fólk farið að velta fyrir sér í hvað allur peningurinn, sem hafði verið safnað fyrir alheimsmótið hefði farið. Peningunum eytt í snekkjuferðir Indverski fjölmiðillinn Firstpost hefur greint frá því að skipuleggjendur mótsins hafi margir hverjir eytt umræddum fjármunum í hluti sem virðast ekki hafa gagnast mótinu á einn eða neinn hátt. Margir þeirra hafi farið í ferðir um víða veröld, sumar hverjar á skemmtiferðaskipum. Þessar ferðir hafi verið farnar til þess að afla upplýsinga um það hvernig ætti að halda mótið, en Firstpost telur það ólíklegt. Um hafi verið að ræða skemmtiferðir. Guðjón nefnir sjálfur dæmi um atriði sem hann telur að óþarft hafi verið að leggja mikinn pening í. „Í einu húsinu var vélmenni sem átti að þrífa þó það hafi ekki virkað mjög vel. Þannig það virtist vera talsvert bruðl í atriði sem skiptu minna máli.“ Gátu þakkað fyrir að fá að borða Skátarnir þurftu að glíma við mörg vandamál. Guðjón lýsir mótstaðnum sem uppþornuðum sjávarbotni. Hitinn var mjög mikill, sem var erfitt vegna þess að þau gistu í tjöldum. Krakkarnir fengu jafnframt ekki nægan aðgang að vatni og mat fyrstu dagana. „Allir sem voru með sérþarfir, líkt og ofnæmi eða voru vegan, gátu bara þakkað fyrir að fá að borða eitthvað,“ segir Guðjón sem setur einnig sérstaklega út á að þátttakendur hafi ekki verið varaðir við sandormum sem voru að bíta gesti og skildu eftir slæm sár. „Þetta voru aðstæðurnar sem þarna var boðið upp á. Þetta var langt frá því að vera boðlegt,“ bætir hann við. Ofan á öll ofangreind vandamál kom síðan fellibylur sem orsakaði flóð sem náði yfir hluta mótssvæðisins, en sem betur fer var búið að rýma áður en það skellti á. Guðjón segir að staðurinn þar sem íslenski hópurinn gisti hafi meira að segja endað undir sjó. Þau komu sér hins vegar fyrir í höfuðborginni Seoul. „Þá tók við annað vandamál sem heitir kóreskir embættismenn. En þeir virðast vera svolítið kassalaga í hugsun. Við máttum ekki fara í mollið, eða skemmtigarða, eða gera nokkurn skapaðan hlut sem krökkunum þætti skemmtilegt nema það væru mikil átök,“ segir Guðjón. Spurður út í hvernig stæði á því segir hann að öryggið hafi verið haft í forgangi eftir það sem hafði gengið á. „Yfirvöld voru smeyk og vildu gera allt til að tryggja okkar öryggi, en vildu gera það undir sínum formerkjum, án þess að fólk fengi einhverja skemmtun út úr því, Gríðarlega erfiðar og krefjandi aðstæður Guðjón segir að Bandalag íslenskra skáta ætli að koma sínum viðhorfum á framfæri til alþjóðabandalagsins varðandi það hvað mætti betur fara þegar svona ástand kemur upp. Í ljósi þess hve erfiðar aðstæðurnar voru í Kóreu hafa íslensku skátarnir tekið upp á því að takast á við afleiðingar ferðarinnar. En fararstjórum og skátaforingjum er boðin aðstoð „Sumum auðvitað leið ekkert vel eftir að hafa verið í þessum aðstæðum. Þær voru gríðarlega erfiðar og krefjandi,“ útskýrir Guðjón. „Þetta var áfall fyrir einhverja,“ Þrátt fyrir þetta allt saman segir Guðjón að ungmennin sem fóru í ferðina séu að jafnaði mjög ánægð með ferðina. Um hafi verið að ræða mikið ævintýri þrátt fyrir að hún hafi verið erfið.
Skátar Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7. ágúst 2023 07:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7. ágúst 2023 07:29