Sport

Hörður Þór fyrstur í átta manna úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hörður Þór Guðjónsson tryggði sér sæti í átta manna úrslitum.
Hörður Þór Guðjónsson tryggði sér sæti í átta manna úrslitum. Vísir/Stöð 2 Sport

Hörður Þór Guðjónsson varð í gær fyrsti keppandinn til að tryggja sér sæti í átta manna úrslitum í Úrvalsdeild Stöðvar 2 Sports í pílukasti.

Úrvalsdeildin hófst í gær í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem fjórir af þeim 32 keppendum sem taka þátt mættu til leiks. Allur A-riðillinn fór fram í gær og aðeins eitt pláss í boði í átta manna úrslitum.

Hörður Þór bar að lokum sigur úr býtum með nokkrum yfirburðum. Hann vann alla þrjá leiki sína og tapaði aðeins tveimur leggjum af ellefu þegar hann vann 3-2 sigur gegn Sigurði Fannari Stefánssyni.

Ásamt Herði og Sigurði mættu þeir Gunnar Guðmundsson og Dylian Kolev til leiks, en Sigurður, Gunnar og Dylian unnu allir einn leik hver. Dylian vann 3-0 sigur gegn Gunnari, Sigurður vann 3-1 sigur gegn Dylian og Gunnar vann 3-2 sigur gegn Sigurði.

Næsta miðvikudag, þann 6. september, fá svo fjórir aðrir pílukastarar tækifæri á að vinna sér inn sæti í átta manna úrslitum með Herði þegar B-riðillinn fer fram. Alex Máni Pétursson, Arngrímur Anton Ólafsson, Brynja Herborg Jónsdóttir og Arnar Geir Hjartarson etja þá kappi í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×