„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 12:35 Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtakanna. Hún segir leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni. Stöð 2 „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54
Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52