Rétta hlut tannskakkra með þreföldum styrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 15:12 Breytingin ætti að hjálpa mörgum fjölskyldum við að fjármagna tannréttingar sem eru algengastar hjá börnum og unglingum. Vísir/Vilhelm Styrkur til tannréttinga hefur tæplega þrefaldast með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Styrkur til meðferðar í báðum gómum hækkar úr 150 þúsund í 430 þúsund. Styrkur til meðferðar í einum gómi hækkar úr 100 þúsund krónum í 290 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra. Þar segir að með tímamótasamningi Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í lok júlí hafi skapast forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Samningurinn tekur gildi á morgun 1. september, ásamt reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem kveður á um breytta greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannréttinga í samræmi við samninginn. Samningurinn er til þriggja ára og tekur til tannréttingaþjónustu á stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Með samningnum er fylgt eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu. Meðal annars er kveðið á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt er kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands og haghafa vinnur nú að heildarendurskoðun reglugerðar nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Endurskoðunin er liður í því að útfæra nánar samninginn um tannréttingarþjónustu og jafnframt samning Sjúkratrygginga Íslands um tannlæknaþjónustu sem gerður var fyrr á þessu ári. Sá samningur fjallar um forvarnir og tannlækningar barna til 18 ára aldurs, tannlækningar aldraðra og öryrkja og tannlækningar vegna alvarlegra meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma, annarra en tannréttinga. Tannheilsa Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra. Þar segir að með tímamótasamningi Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í lok júlí hafi skapast forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Samningurinn tekur gildi á morgun 1. september, ásamt reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem kveður á um breytta greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannréttinga í samræmi við samninginn. Samningurinn er til þriggja ára og tekur til tannréttingaþjónustu á stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Með samningnum er fylgt eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu. Meðal annars er kveðið á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt er kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands og haghafa vinnur nú að heildarendurskoðun reglugerðar nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Endurskoðunin er liður í því að útfæra nánar samninginn um tannréttingarþjónustu og jafnframt samning Sjúkratrygginga Íslands um tannlæknaþjónustu sem gerður var fyrr á þessu ári. Sá samningur fjallar um forvarnir og tannlækningar barna til 18 ára aldurs, tannlækningar aldraðra og öryrkja og tannlækningar vegna alvarlegra meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma, annarra en tannréttinga.
Tannheilsa Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent