Viltu flytja á hjúkrunarheimili? Anna Björg Jónsdóttir, Helga Hansdóttir og Hildur Þórarinsdóttir skrifa 1. september 2023 07:31 Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun