Heimsmeistarinn Aitana Bonmatí, leikmaður Spánar- og Evrópumeistara Barcelona, vann með miklum yfirburðum í kvennaflokki. Alls fékk hún 308 stig á meðan Olga Carmona, leikmaðurinn sem tryggði Spáni heimsmeistaratitilinn með sigurmarkinu gegn Englandi, endaði í 2. sæti með 88 stig. Þar á eftir kom Sam Kerr, landsliðskona Ástralíu og leikmaður Englandsmeistara Chelsea, með 72 stig.
Töluvert meiri spenna var í karlaflokki en þar voru tveir leikmenn Manchester City í efstu þremur sætunum sem og Argentínumaður sem spila nú í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Hinn norski Erling Braut Håland, leikmaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, sigraði með 352 stig. Þar á eftir kom Lionel Messi með 227 stig á meðan Kevin De Bruyne, samherji Håland hjá City, var í 3. sæti með 225 stig.
Þjálfarar ársins voru svo Pep Guardiola en undir hans stjórn vann Man City þrennuna á síðustu leiktíð og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins.