Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 10:01 Gylfi Þór er mættur til Lyngby. Lyngby Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira