Umfjöllun og viðtöl: Fram – Víkingur 2-3 | Víkingar einum sigri frá titlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 3. september 2023 15:54 Víkingur er verðskuldað á toppnum í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Víkingur Reykjavík er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla eftir dramatískan 2-3 útisigur gegn Fram í lokaumferð Bestu-deildarinnnar áður en tvískiptingin tekur við. Eftir þennan sigur trónir Víkingur á toppi deildarinnar með 59 stig og hefur 14 stiga forystu á Val sem er í öðru sæti þegar deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Nú eru 15 stig í pottinum og einn sigur tryggir Víkingi titilinn. Fram komst yfir eftir tæplega hálftíma leik en Oliver Ekroth varð því fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Fred átti þá góða hornspyrnu og Guðmundur Magnússon fínan skalla að marki sem Ingvar Jónsson varði. Ingvar sló boltann í höfuðið í Oliver og þaðan fór boltinn í netið. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá heimamönnum þar sem Birnir Snær Ingason jafnaði metin strax í næstu sókn. Birnir Snær átti þá skemmtilegan einleik, lék á Óskar Jónsson og lagði boltann laglega í hornið fjær. Þetta er 11. mark Birnis Snæs í deildinni í sumar. Aron Elís Þrándarson hefur verið á skotskónum í allt sumar. Vísir/Hulda Margrét Aron Elís Þrándarson náði svo forystunni fyrir Víking skömmu síðar þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi. Frammarar björguðu á línu eftir skot Helga Guðjónssonar sem fékk tækifæri í framlínunni í byrjunarliði Víkings. Boltinn hrökk fyrir fætur Arons Elísar sem hefur nú skorað fjögur mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir Víking í deild og bikar síðan hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt á nýjan leik um mitt sumar. Markið í dag var það fyrsta í sumar sem Aron Elís skorar ekki með skalla. Aron Snær Ingason breytti stöðunni svo í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks en hann kom sér þá í færi af harðfylgi og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Það var svo Danijel Dejan Djuric sem tryggði Víkingi stigin þrjú með glæsilega marki beint úr aukasrpynu. Danijel sem hafði komið inná sem varamaður snéri boltanum snyrtilega í nærhornið af um það bil 25 metra færi. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik hjá Víkingi. Vísir/Anton Brink Arnar: Ekki viss um að þessi sigur hafi verið sanngjarn „Við hefðum getað gert betur úr mörgum stöðum sem við fengum í leiknum en Frammarar voru líka hörku flottir í þessum leik og ég er ekkert endilega viss um að þessi sigur hafi verið sanngjarn. Við erum hins vegar með gæði í okkar röðum og Birnir Snær gerði vel í markinu sem hann skoraði, Aron Elís getur ekki hætt að skora og Danijel sýndi gæði sín í aukaspyrnumarkinu,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Ef þú hefðir boðið mér það fyrir tímabilið að við gætum tryggt okkur tvö titla í vikunni þar sem deildinni er skipt upp þá hefði ég að sjálfsögðu tekið það. Nú tökum við smá pásu og förum svo að búa okkur undir bikarúrslitaleikinn,“ sagði Arnar um framhaldið. Ragnar: Fannst við líklegri til að skora sigurmarkið þegar Danijel skoraði „Mér fannst frammistaðan okkar flott og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þar vorum við heilt yfir sterkari aðilinn og að mínu mati vorum við líklegri til þess að skora sigurmarkið þegar Danijel sýndi einstaklingsgæði sín og skoraði úr aukaspyrnunni,“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram. „Það er svekkjandi að fá ekki stig úr þessum leik eins og við áttum skilið en það er hins vegar margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Við áttum í fullt tré við topplið deildarinnar í þessum leik og þessi spilamennska sýnir að við getum náð í stig í öllum leikjum,“ sagði Ragnar enn fremur. „Nú förum við að spila við liðin í kringum okkur og eftir þennan leik förum við fullir sjálfstrausts í þau verkefni. Mér finnst hafa verið flottur stigandi í okkar leik undanfarið og við erum bara brattir fyrir þeirri baráttu sem fram undan er,“ sagði hann um komandi leiki Framliðsins. Ragnar Sigurðsson var sáttur við lærisveina sína. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Víkingur? Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Hverjir voru bestir á vellinum? Birnir Snær lék þó nokkrum sinnum listir sínar á kantinum og prjónaði sig hvað eftir annað framhjá varnarmönnum Fram. Auk þess að skora eitt marka Víkings skapaði Birnir Snær í nokkur skipti hættur með fyrirgjöfum sínum. Aron Elís heldur svo áfram að skila mörkum fyrir Víking. Jannik Pohl var lúsiðinn í framlínu Fram og ógnaði með hlaupum sínum bakvið vörn Víkgins. Hefði mögulega átt að fá víti í fyrri hálfleik þegar hann stóð af sér tæklingu varnarmanns Víkings. Fred skapaði svo usla bæði í opnum leik og föstum leikatriðum sínum. Hvað gekk illa? Fram var sterkari aðilinn þegar líða tók á leikinn en náði ekki að nýta færi sín nógu vel í þessum leik. Það reynist dýrt þegar spilað er gegn jafn góðu liði og Víkingur er að fara illa með færin sín. Sú varð raunin að þessu sinni og toppliðið refsaði fyrir slæma færanýtingu og hirti öll stigin. Hvað gerist næst? Fram undan er hlé vegna landsleikja en þar á eftir mætir Víkingur svo KA í bikarúrslitaleik laugardaginn 16. september. Þar á eftir mætir Víkingur síðan KR í næstu umferð Bestu deildarinnar á Víkingsvelli miðvikudaginn 20. september. Fram sækir hins vegar HK heim í Kórinn í Kópavogi í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hlutanum mánudaginn 18. september. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík
Víkingur Reykjavík er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla eftir dramatískan 2-3 útisigur gegn Fram í lokaumferð Bestu-deildarinnnar áður en tvískiptingin tekur við. Eftir þennan sigur trónir Víkingur á toppi deildarinnar með 59 stig og hefur 14 stiga forystu á Val sem er í öðru sæti þegar deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Nú eru 15 stig í pottinum og einn sigur tryggir Víkingi titilinn. Fram komst yfir eftir tæplega hálftíma leik en Oliver Ekroth varð því fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Fred átti þá góða hornspyrnu og Guðmundur Magnússon fínan skalla að marki sem Ingvar Jónsson varði. Ingvar sló boltann í höfuðið í Oliver og þaðan fór boltinn í netið. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá heimamönnum þar sem Birnir Snær Ingason jafnaði metin strax í næstu sókn. Birnir Snær átti þá skemmtilegan einleik, lék á Óskar Jónsson og lagði boltann laglega í hornið fjær. Þetta er 11. mark Birnis Snæs í deildinni í sumar. Aron Elís Þrándarson hefur verið á skotskónum í allt sumar. Vísir/Hulda Margrét Aron Elís Þrándarson náði svo forystunni fyrir Víking skömmu síðar þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi. Frammarar björguðu á línu eftir skot Helga Guðjónssonar sem fékk tækifæri í framlínunni í byrjunarliði Víkings. Boltinn hrökk fyrir fætur Arons Elísar sem hefur nú skorað fjögur mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir Víking í deild og bikar síðan hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt á nýjan leik um mitt sumar. Markið í dag var það fyrsta í sumar sem Aron Elís skorar ekki með skalla. Aron Snær Ingason breytti stöðunni svo í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks en hann kom sér þá í færi af harðfylgi og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Það var svo Danijel Dejan Djuric sem tryggði Víkingi stigin þrjú með glæsilega marki beint úr aukasrpynu. Danijel sem hafði komið inná sem varamaður snéri boltanum snyrtilega í nærhornið af um það bil 25 metra færi. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik hjá Víkingi. Vísir/Anton Brink Arnar: Ekki viss um að þessi sigur hafi verið sanngjarn „Við hefðum getað gert betur úr mörgum stöðum sem við fengum í leiknum en Frammarar voru líka hörku flottir í þessum leik og ég er ekkert endilega viss um að þessi sigur hafi verið sanngjarn. Við erum hins vegar með gæði í okkar röðum og Birnir Snær gerði vel í markinu sem hann skoraði, Aron Elís getur ekki hætt að skora og Danijel sýndi gæði sín í aukaspyrnumarkinu,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Ef þú hefðir boðið mér það fyrir tímabilið að við gætum tryggt okkur tvö titla í vikunni þar sem deildinni er skipt upp þá hefði ég að sjálfsögðu tekið það. Nú tökum við smá pásu og förum svo að búa okkur undir bikarúrslitaleikinn,“ sagði Arnar um framhaldið. Ragnar: Fannst við líklegri til að skora sigurmarkið þegar Danijel skoraði „Mér fannst frammistaðan okkar flott og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þar vorum við heilt yfir sterkari aðilinn og að mínu mati vorum við líklegri til þess að skora sigurmarkið þegar Danijel sýndi einstaklingsgæði sín og skoraði úr aukaspyrnunni,“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram. „Það er svekkjandi að fá ekki stig úr þessum leik eins og við áttum skilið en það er hins vegar margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Við áttum í fullt tré við topplið deildarinnar í þessum leik og þessi spilamennska sýnir að við getum náð í stig í öllum leikjum,“ sagði Ragnar enn fremur. „Nú förum við að spila við liðin í kringum okkur og eftir þennan leik förum við fullir sjálfstrausts í þau verkefni. Mér finnst hafa verið flottur stigandi í okkar leik undanfarið og við erum bara brattir fyrir þeirri baráttu sem fram undan er,“ sagði hann um komandi leiki Framliðsins. Ragnar Sigurðsson var sáttur við lærisveina sína. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Víkingur? Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Hverjir voru bestir á vellinum? Birnir Snær lék þó nokkrum sinnum listir sínar á kantinum og prjónaði sig hvað eftir annað framhjá varnarmönnum Fram. Auk þess að skora eitt marka Víkings skapaði Birnir Snær í nokkur skipti hættur með fyrirgjöfum sínum. Aron Elís heldur svo áfram að skila mörkum fyrir Víking. Jannik Pohl var lúsiðinn í framlínu Fram og ógnaði með hlaupum sínum bakvið vörn Víkgins. Hefði mögulega átt að fá víti í fyrri hálfleik þegar hann stóð af sér tæklingu varnarmanns Víkings. Fred skapaði svo usla bæði í opnum leik og föstum leikatriðum sínum. Hvað gekk illa? Fram var sterkari aðilinn þegar líða tók á leikinn en náði ekki að nýta færi sín nógu vel í þessum leik. Það reynist dýrt þegar spilað er gegn jafn góðu liði og Víkingur er að fara illa með færin sín. Sú varð raunin að þessu sinni og toppliðið refsaði fyrir slæma færanýtingu og hirti öll stigin. Hvað gerist næst? Fram undan er hlé vegna landsleikja en þar á eftir mætir Víkingur svo KA í bikarúrslitaleik laugardaginn 16. september. Þar á eftir mætir Víkingur síðan KR í næstu umferð Bestu deildarinnar á Víkingsvelli miðvikudaginn 20. september. Fram sækir hins vegar HK heim í Kórinn í Kópavogi í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hlutanum mánudaginn 18. september.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti