Dortmund kastaði frá sér tveggja marka forskoti gegn nýliðunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sebastien Haller gerðist brotlegur innan vítateigs sem leiddi til þess að gestirnir í Heidenheim jöfnuðu metin.
Sebastien Haller gerðist brotlegur innan vítateigs sem leiddi til þess að gestirnir í Heidenheim jöfnuðu metin. Harry Langer/DeFodi Images via Getty Images

Julian Brandt kom heimamönnum yfir strax á sjöundu mínútu eftir stoðsendingu frá Emre Can áður en sá síðarnefndi tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum síðar með marki af vítapunktinum.

Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Eren Dinkci minnkaði muninn fyrir gestina eftir um klukkutíma leik.

Gestirnir fengu svo vítaspyrnu á 82. mínútu þegar Sebastien Haller gerðist brotlegur innan vítateigs. Tim Kleindienst fór á punktinn fyrir Heidenheim og skoraði af miklu öryggi og tryggði liðinu um leið óvænt stig.

Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli og Dortmund er því með aðeins fimm stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. Heidenheim var hins vegar að næla sér í sitt fyrsta stig á tímabilinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira