Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 21:36 Úkraínumenn eru sagðir eiga von á tíu M1 Abrams skriðdrekum í þessum mánuði. EPA/VALDA KALNINA Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira