Fótbolti

Sjáðu Hákon Rafn fá rautt og stoð­sendingu Arons

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Rafn sá rautt.
Hákon Rafn sá rautt. Elfsborg

Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var rekinn af velli þegar Elfsborg, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, tapaði 1-0 gegn Varnamo á útivelli. Þá tapaði Íslendingalið Sirius fyrir Halmstad þó Aron Bjarnason hafi lagt upp mark.

Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var rekinn af velli þegar Elfsborg, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, tapaði 1-0 gegn Varnamo á útivelli. Þá tapaði Íslendingalið Sirius fyrir Halmstad.

Þegar tæpur hálftími var liðinn af leik Elfsborg óð Hákon Rafn úr marki sínu og endaði með því að tækla leikmann heimamanna að því virtist illa út við hliðarlínu. Atvikið má sjá hér að neðan.

Hákon Rafn mótmæli en dómurinn stóð og toppliðið manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu heimamenn sér og komust yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Reyndist það eina mark leiksins og niðurstaðan 1-0 sigur Varnamo.

Andri Fannar Baldursson spilaði allan leikinn í liði Elfsborg á meðan Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði leikinn en var tekinn af velli í hálfleik.

Aron Bjarnason kom inn af bekknum í hálfleik hjá Sirius þegar liðið var þegar 2-0 undir gegn Halmstad. Hann lagði upp mark skömmu eftir að koma inn á en það dugði ekki til, lokatölur 2-1 Halmstad í vil. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á bekknum hjá Sirius.

Elfsborg er áfram á toppnum en Malmö FF á leik til góða og getur komist á toppinn með sigri. Sirius er í bullandi fallbaráttu en liðið er í umspilssæti um að halda sæti sínu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×