Diljá Ýr skoraði þriðja mark Leuven í 5-2 sigri á Waregem í dag. Hefur hún byrjað tímabilið í efstu deild belgíska boltans af krafti og er með þrjú mörk eftir tvo leiki. Þá er Leuven í toppsæti deildarinnar með sex stig að loknum tveimur leikjum.
Diljá Ýr lék áður með Norrköping í Svíþjóð eftir að hafa fyrst farið til Häcken. Þá hefur hún leikið með FH, Stjörnunni og Val hér á landi. Hún á að baki 6 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.