Stjörnurnar urðu ekki fyrir vonbrigðum því Messi lagði upp tvö mörk í 1-3 sigri Inter Miami.
Leikararnir Leonardo DiCaprio, Edward Norton, Will Ferrell, Tom Holland, Toby Maguire, Owen Wilson og Gerard Butler mættu á leikinn ásamt Harry fyrrverandi Bretaprins og tónlistarfólkinu Selenu Gomez, Liam Gallagher og Nas.
What a night in LA pic.twitter.com/wkwcoIvuDX
— Major League Soccer (@MLS) September 4, 2023
Messi lagði upp seinni tvö mörk Inter Miami fyrir Jordi Alba og Leonardo Campana. Facundo Farias var einnig á skotskónum fyrir gestina frá Miami. Ryan Hollingshead klóraði í bakkann fyrir heimamenn sem urðu meistarar á síðasta tímabili.
Sergio Busquets Messi Jordi Alba@JordiAlba scores his first MLS regular season goal. pic.twitter.com/1PcOeCzlet
— Major League Soccer (@MLS) September 4, 2023
Messi to Campana
— Major League Soccer (@MLS) September 4, 2023
Leonardo Campana makes it a 3-0 #InterMiamiCF lead. pic.twitter.com/tZ7N16JBkc
Síðan Messi þreytti frumraun sína með Inter Miami 22. júlí er liðið taplaust í ellefu leikjum og vann bandaríska deildabikarinn. Í leikjunum ellefu fyrir Inter Miami hefur Messi skorað ellefu mörk og lagt upp fimm.
Inter Miami, sem var á botni Austurdeildar MLS þegar Messi, er núna níu stigum frá sæti í úrslitakeppninni þegar níu umferðir eru eftir.