Veður

Von á all­hvössum vindi norðan­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir að hiti verði tíu til nítján stig yfir daginn.
Gera má ráð fyrir að hiti verði tíu til nítján stig yfir daginn. Vísir/RAX

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt á landinu í dag, yfirleitt golu, kalda eða stinningskalda, en að á norðvestanverðu landinu séu líkur á allhvössum eða hvössum vindstrengjum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði skýjað vestantil á landinu og þegar líði á daginn megi búast við dálítilli vætu á þeim slóðum. Á austurhelmingi landsins verði þó yfirleitt þurrt og bjart veður.

Gera má ráð fyrir að hiti verði tíu til nítján stig yfir daginn, hlýjast norðaustanlands.

„Á morgun dregur smám saman úr vindi og það verður væta með köflum víða um land, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Annað kvöld verður svo komin samfelld rigning sunnan- og vestanlands. Áfram milt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðlæg átt 5-13 m/s og væta með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Samfelld rigning á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Á fimmtudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning eða súld með köflum. Hiti 9 til 17 stig, mildast á Austurlandi.

Á föstudag: Sunnan og suðvestan 10-18 og víða rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á laugardag og sunnudag: Breytileg átt og allvíða skúrir. Hiti 5 til 11 stig.

Á mánudag: Norðlæg átt og dálitlar skúrir, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×