Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 5. september 2023 11:31 Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun