Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 5. september 2023 11:31 Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar