Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 15:14 Frá fundinum í Hofi í dag. Stjórnarráðið Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Á fundinum voru kynntar tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að stýrihópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla, sem skipaður var í apríl, hafi gert frumgreiningu á mögulegri sameiningu sem skilaði jákvæðum niðurstöðum. Hópurinn hefur því lagt fram þá tillögu við mennta- og barnamálaráðherra að MA og VMA verði sameinaðir í einn öflugasta framhaldsskóla landsins. „Niðurstaða stýrihópsins er að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu. Hafa þarf í huga að tillagan snýr að því að sameina ólíka skóla með ólíka menningu og því skiptir máli að starfsfólk skólanna skoði nánar hvernig gera megi það svo vel fari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Greina tækifæri, kosti og galla Vinna hefst strax við að greina tækifæri, kosti og galla þess að sameina skólana í samstarfi við starfsfólk beggja skóla, nemendur og foreldra, og munu skólameistarar VMA og MA stýra þeirri vinnu. Verkefnastjóri mun halda utan um vinnuna og munu skólarnir í sameiningu skila drögum að skipulagi og uppbyggingu hins sameinaða skóla í byrjun nóvember. „MA og VMA hafa lengi verið merkisberar metnaðarfulls skólastarfs hvor á sinn hátt. Áherslur og námsframboð hafa verið í takt við samfélagið á hverjum tíma og skólastarfið skipt máli í uppbyggingu þess samfélags sem við búum í. Skólarnir eru stórir og eftirsóttir vinnustaðir þar sem áhersla hefur verið á fagmennsku kennara og velferð nemenda í síbreytilegum heimi. Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag þar sem fjölbreytt námsframboð mun veita fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til menntunar. Hlutverk okkar er að byggja upp ungt fólk, undirbúa þau sem best undir frekara nám og til ákveðinna starfa en ekki síður til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Full ástæða sé til að kanna möguleika til hlítar „Um leið og mikilvægt er að virðing sé borin fyrir menningu og sögu beggja skóla er full ástæða til að kanna til hlítar hvort og þá hvernig af sameiningu gæti orðið. Ef rétt er að málum staðið hefur sameinaður skóli burði til að bæta skólastarf til lengri tíma litið, bjóða upp á fjölbreyttara nám og sveigjanleika, auka þjónustu og stuðning við nemendur, gefa nemendum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám og auka tækifæri til hagkvæmari reksturs. Með fleiri nemendum er hægt að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum og auka þannig val fyrir nemendur. Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ef breytingarnar eiga að leiða til framfara og ná tilgangi sínum,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Með sameiningu þá aukum við hagkvæmni í skipulagi námsins og skólanna sem gerir okkur kleift að auka gæði og framboð bæði bók- og starfsnáms. Allt rímar þetta vel við menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært og öll skipta máli. Auk þess hefur það verið sérstakt forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að efla iðn- og starfsnám sem ég tel að hinn sameinaði skóli muni geta gert með sóma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Á fundinum voru kynntar tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að stýrihópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla, sem skipaður var í apríl, hafi gert frumgreiningu á mögulegri sameiningu sem skilaði jákvæðum niðurstöðum. Hópurinn hefur því lagt fram þá tillögu við mennta- og barnamálaráðherra að MA og VMA verði sameinaðir í einn öflugasta framhaldsskóla landsins. „Niðurstaða stýrihópsins er að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu. Hafa þarf í huga að tillagan snýr að því að sameina ólíka skóla með ólíka menningu og því skiptir máli að starfsfólk skólanna skoði nánar hvernig gera megi það svo vel fari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Greina tækifæri, kosti og galla Vinna hefst strax við að greina tækifæri, kosti og galla þess að sameina skólana í samstarfi við starfsfólk beggja skóla, nemendur og foreldra, og munu skólameistarar VMA og MA stýra þeirri vinnu. Verkefnastjóri mun halda utan um vinnuna og munu skólarnir í sameiningu skila drögum að skipulagi og uppbyggingu hins sameinaða skóla í byrjun nóvember. „MA og VMA hafa lengi verið merkisberar metnaðarfulls skólastarfs hvor á sinn hátt. Áherslur og námsframboð hafa verið í takt við samfélagið á hverjum tíma og skólastarfið skipt máli í uppbyggingu þess samfélags sem við búum í. Skólarnir eru stórir og eftirsóttir vinnustaðir þar sem áhersla hefur verið á fagmennsku kennara og velferð nemenda í síbreytilegum heimi. Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag þar sem fjölbreytt námsframboð mun veita fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til menntunar. Hlutverk okkar er að byggja upp ungt fólk, undirbúa þau sem best undir frekara nám og til ákveðinna starfa en ekki síður til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Full ástæða sé til að kanna möguleika til hlítar „Um leið og mikilvægt er að virðing sé borin fyrir menningu og sögu beggja skóla er full ástæða til að kanna til hlítar hvort og þá hvernig af sameiningu gæti orðið. Ef rétt er að málum staðið hefur sameinaður skóli burði til að bæta skólastarf til lengri tíma litið, bjóða upp á fjölbreyttara nám og sveigjanleika, auka þjónustu og stuðning við nemendur, gefa nemendum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám og auka tækifæri til hagkvæmari reksturs. Með fleiri nemendum er hægt að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum og auka þannig val fyrir nemendur. Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ef breytingarnar eiga að leiða til framfara og ná tilgangi sínum,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Með sameiningu þá aukum við hagkvæmni í skipulagi námsins og skólanna sem gerir okkur kleift að auka gæði og framboð bæði bók- og starfsnáms. Allt rímar þetta vel við menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært og öll skipta máli. Auk þess hefur það verið sérstakt forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að efla iðn- og starfsnám sem ég tel að hinn sameinaði skóli muni geta gert með sóma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00