Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 08:49 Carles Puigdemont (t.v.) og Yolanda Díaz, starfandi varaforsætisráðherra Spánar, (t.h.) þegar þau hittust í Brussel á mánudag. Hann vildi ekki útiloka að Katalónar gripu aftur til einhliða aðgerða í sjálfstæðisbaráttu sinni. Vísir/EPA Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira