Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2023 13:52 Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023. Vísir/RAX Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX
Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira