Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. september 2023 20:23 Mótmælendum frá Menntaskólanum á Akureyri var heitt í hamsi á Ráðhústorginu í dag. Skólafélag MA Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Ungmennin, með Kristu Sól Guðjónsdóttur, forseta skólafélagsins í broddi fylkingar, marseruðu úr skólanum og niður á Ráðhústorg bæjarins þar sem sungnir voru baráttusöngvar. Mótmælendur sóttu hart að Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráðherra, sem kynnti sameiningarfyrirætlanir á fundi í gær. „Ásmundur segðu af þér“ og „Ásmundur einræðisherra“ voru á meðal áletrana á skiltum nemenda, sem var mörgum ansi heitt í hamsi á Ráðhústorginu í dag. Ásmundur, auk skólameistara beggja skóla, kynnti áætlanir sínar á fundi með nemendum og starfsfólki skólanna í Hofi í gær. Þar sögðust skólameistararnir jákvæðir fyrir sameiningunni. Krista Sól sagði í samtali við Vísi í dag að nemendur væru í sjokki eftir fréttirnar um fyrirhugaða sameiningu. Þau óttist að rótgrónar hefðir skólans muni glatast með sameiningu. Þá sagði hún það ótækt að einungis einn framhaldsskóli standi frammi fyrir ungmennum á Akureyri í framtíðinni. Að sögn Kristu virðist stjórn nemendafélags VMA þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun hennar eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið. Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ungmennin, með Kristu Sól Guðjónsdóttur, forseta skólafélagsins í broddi fylkingar, marseruðu úr skólanum og niður á Ráðhústorg bæjarins þar sem sungnir voru baráttusöngvar. Mótmælendur sóttu hart að Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráðherra, sem kynnti sameiningarfyrirætlanir á fundi í gær. „Ásmundur segðu af þér“ og „Ásmundur einræðisherra“ voru á meðal áletrana á skiltum nemenda, sem var mörgum ansi heitt í hamsi á Ráðhústorginu í dag. Ásmundur, auk skólameistara beggja skóla, kynnti áætlanir sínar á fundi með nemendum og starfsfólki skólanna í Hofi í gær. Þar sögðust skólameistararnir jákvæðir fyrir sameiningunni. Krista Sól sagði í samtali við Vísi í dag að nemendur væru í sjokki eftir fréttirnar um fyrirhugaða sameiningu. Þau óttist að rótgrónar hefðir skólans muni glatast með sameiningu. Þá sagði hún það ótækt að einungis einn framhaldsskóli standi frammi fyrir ungmennum á Akureyri í framtíðinni. Að sögn Kristu virðist stjórn nemendafélags VMA þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun hennar eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið.
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira