Leikur kvöldsins var æsispennandi eins og lokatölur gefa til kynna en heimamenn í Fram voru þó ávallt skrefinu á undan. Gestirnir frá Seltjarnarnesi neituðu hins vegar að gefast upp en það dugði ekki til að þessu sinni og Fram vann með eins marks mun.
Rúnar Kárason, sem gekk í raðir Fram frá ÍBV í sumar, var markahæstur með 7 mörk. Þar á eftir kom Ívar Logi Styrmisson. Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur í liði gestanna, einnig með 7 mörk.