Hlín hefur verið fagstjóri framleiðsludeildar, starfsmannastjóri og konrektor Kvikmyndaskóla Íslands um ára skeið. Hún verður settur rektor fram í janúar 2024.
Í tilkynningunni er tekið fram að hún hafi framleitt fjölda kvikmynda á ferli sínum, nú síðast ásamt Lilju Ósk Snorradóttur myndina Einverur og Á ferð með mömmu, í leikstjórn Hilmars Oddssonar.
Þá er tekið fram að Börkur hafi verið með annan fótinn í Úkraínu frá því í sumar að vinna við gerð heimildarmyndar. Hann muni alfarið verða við þá vinnu í haust. Myndin mun fjalla um menningarbreytingar sem eru að eiga sér stað í Úkraínu.
Börkur hefur oft komið til Úkraínu og var kominn þangað skömmu eftir að stríðið braust út í fyrra og hefur komið reglulega síðan til að fylgjast með breytingunum í landinu.
Þó er tekið fram að Börkur muni snúa aftur til starfa sem kennari og fagstjóri í Kvikmyndaskólanum á næsta ári.