Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2023 13:30 Aleksander Ceferin er forseti evrópska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að. Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira
Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira