Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Hvalur 9 hefur lagt við bryggju í Hvalfirði. Skipið veiddi tvær langreyðar í fyrstu veiðiferð þessa tímabils. snapshot-photography/B.Niehaus Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33
Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31
Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01